6.3.2013 | 07:44
Á dánardægri Stalíns
Það er á engan hátt hægt að líkja þeim Stalín og Hugo Chavez saman, þó að þeir hafi báðir verið sósíalistar.
Veldi Stalíns byggði enda á liklega mestu ógnarstjórn sem þekkst hefur á friðartímum. Þó að hann keppi þar við ýmsa sósíalíska starfsbræður sína, þá er Chavez ekki einn af þeim.
En það óneitanlega eftirtektarverð tilviljun að Chavez, einn af stóru leiðtogum sósíalismans í nútímanum, skuli látast á 60 ára dánarafmæli Stalíns.
Þegar Stalín lést fyrir 60 árum mátti lesa eftirfarandi í Íslensku dagblaði:
Vér minnumst mannsins Stalíns, sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts. sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt.
Gagnvart mannlegum mikilleik þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verkalýðshreyfinguna og sósíalismann, í djúpri samúð við flokk hans og alþýðu Sovétríkjanna.
Eitthvað segir mér að eftirmælin um Chavez verði ekki jafn lofsamleg.
En það segir ekkert um Chavez, eða Stalín. Heldur meira um mismunandi tíðaranda og mismunandi fjölmiðlun.
En Chavez hefur verið sterkur, en gríðarlega umdeildur leiðtogi. Það er óskandi að valdaskiptin í Venezuvela fari fram með friðsamlegum hætti og lýðræðið þar vaxi og styrkist í sessi.
Hugo Chavez látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.