4.3.2013 | 18:27
Fasismi gegn fyrirtækjarekstri
Auðvitað á ekki að fresta gildistöku laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða, það á að afnema lögin.
Þess í stað væri nær að setja lög þar sem öllum meðlimum lífeyrissjóðs væri gert kleyft að kjósa stjórnarmenn, í samræmi við eignarhlut, en óháð kyni, bæði þeirra sem kjósa og þeirra sem kosið yrði um.
Það er lýðræði.
Lög sem ráðast á þá sem eiga hluti hlutafélögum og skylda þá til að skipa stjórnir með lögbundnum kynjahlutföllum, eru hinsvegar ekki lýðræði.
Þau eru ákveðin tegund fasisma sem ræðst gegn því lýðræði sem ríkt hefur við skipan stjórnarmanna í hlutafélögum.
Þegar svo hótanirnar eru komnar á það stig, að ef fyrirtækjaeigendur hlýða ekki stjórnmálamönnunum, þá verði fyrirtækin þeirra leyst upp, er fasisminn farinn að taka á sig þær myndir sem þekkjast frá 4ja áratug síðustu aldar.
Þið megið eiga fyrirtækin, ef þið stjórnið þeim eins og við höfum ákveðið, annars ekki.
Þetta á ekkert skylt við jafnrétti, þetta er hrein og klár stjórnlyndisstefna, stefna sem stendur nær fasisma en jafnrétti, jafnaðarstefnu eða lýðræði.
Það færi vel á að stjórnmálaflokkar sem aðhyllast lýðræði lofuðu að afnema þessi lög.
P.S. Annað gildir um þau fyrirtæki, eða stofnanir þar sem skipað er í stjórn. Þar sem lögmál lýðræðis ná ekki til val á stjórnarmönnum, er sjálfsagt að önnur lögmál gildi, og þar geta kynjakvótar vel komið til greina.
Hitt væri þó vissulega vert að skoða, hvort að koma mætti á beinum kosningum, til í að minnsta sumra opinberra fyrirtækja.
Engin ástæða til að fresta kynjakvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Athugasemdir
Sko, lýðræði er mjög flókið fyrirbæri. Það er ekki bara fólgið í því að hver og einn fái að gera það sem honum sýnist svo lengi sem hann kemst upp með það.
Kristján G. Arngrímsson, 8.3.2013 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.