Að horfast í augu við raunveruleikann

Það er vissulega fagnaðarefni að þeim stjórnmálamönnum sem kjósa að horfast í augu við raunveruleikann í stjórnarskrármálinu, fer fjölgandi.

Auðvitað blasir það við að það er engin leið að klára málið á þessu kjörtímabili.  Það blasir líka við að það er engin skynsem að leggja fram tillögur stjórnlagaráðs án þess að stórfelldar breytingar verði gerðar án þeim.

Það þýðir ekki að þær tillögur geti ekki verið lagðar til grundvallar þeirra breytinga sem verða gerðar.

Þær geta verið umræðugrundvöllur.

En sem stjórnarskrá eru þær að mínu mati gersamlega ótækar.

Það að keyra málið áfram kann að hafa framlengt líf núverandi ríkisstjórnar um nokkra mánuði, jafnvel alla leið fram til kosninga í apríl.

Það ætti þá líklega að bætast við þann óhóflega kostnað sem þetta ferli hefur kostað Íslensku þjóðina.

P.S.  Nú kemur formaður Samfylkingarinnar fram og segir að vonlaust sé að klára málið á þessu kjörtímabili.  Skyldi forsætisráðherra Samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir lýsa því yfir á morgun, eða mánudag, að ekkert sé því til fyrirstöðu að klára málið?

 


mbl.is Klárast ekki á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband