Sami taktur og í öðrum könnunum

Þjóðarpúls Gallup rennir stoðum undir þær kannanir sem hafa birst undanfarna daga.  Fylgisaukning Framsóknar er ekki jafn mikil, og tap annara flokka er heldur minna, en það er freistandi að álykta að það sé vegna þess að hún er unnin á lengri tíma.

"Spot" kannanirnar sýna líklega stöðuna nær þvi sem hún er akkúrat núna.

Þegar við bætist yfirburðastaða Sigmundar Davíðs, hvað varðar traust almennings til stjórnmálaleiðtoga, þarf engin að efast um hve sterk staða Framsóknarflokksins er akkúrat nú.

Þær eru ekki lengi að gerast breytingarnar í pólítík.

Fyrir til þess að gera fáum vikum var staðan allt önnur og ýmsir Framsóknarmenn í NorðAusturkjördæmi (aðallega í kringum Akureyri) gerðu sitt besta til þess að fella formann sinn í prófkjöri og setja þar með pólítíska framtíð hans í uppnám.

Þeir eru líklega flestir fegnir því nú að sú áætlun gekk ekki upp.

En á næstu vikum koma líklega flest spjót til með að standa á Framsóknarflokknum, og stóra spurningin er hvort að honum takist að halda dampi allt til kjördags.

En meginlinurnar í öllum könnunum er sterk staða Framsóknarflokks og hræðileg staða ríkisstjórnarflokkanna, Samfylkingar og Vinstri grænna.  

Nýjustu fylgishreyfingar benda til þess að Björt framtíð verði langt frá því nógu stór til að verða þriðja hjólið undir ríkisstjórnarvagninum.

Þeir flokkar sem leggja áherslu á áframhaldandi viðræður við "Sambandið", eru ekki að ná til sín fylgi.


mbl.is Framsókn ekki stærri síðan 1996
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það er líklega þjóðernishyggjan í Framsóknarflokknum sem höfðar til kjósenda núna. Það er hart í ári, innanlands sem utan, og við slíkar kringumstæður hafa þjóðernissinnaðir flokkar jafnan átt gott ár, sbr. nasista í Þýskalandi og fasista á Ítalíu.

Vinsældir Sigmundar skil ég ekki enn, skal ég viðurkenna. Kannski finnst fólki hann illskárstur af þessum blessuðu "leiðtogum" - en svo er líka hitt, að íslenskir kjósendur hafa löngum haft undarlegar hugmyndir um það hvers konar leiðtogar séu bestir, sbr. vinsældir Davíðs Oddssonar hér á árum áður. 

Kristján G. Arngrímsson, 8.3.2013 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband