1.3.2013 | 08:54
Staðfestir sterka stöðu Framsóknarflokks
Þó að þessi könnun sé all nokkuð frábrugðin könnun MMR sem birtist fyrir fáum dögum, staðfestir hún stórsókn Framsóknarflokksins.
Hún staðfestir einnig að Sjálfstæðisflokkurinn er í verulegum vandræðum og sömuleiðis Samfylkingin.
Hún bendir til þess að fylgistap Bjartrar framtíðar sem kom í könnun MMR haldi áfram.
Hún bendir einnig til þess að Vinstri græn séu á hægri en öruggri uppleið.
Þessi könnun, svo og flestar aðrar bendir til þess að það verði (eins og oft áður) 5 flokkar sem eigi þingmenn á Alþingi.
Persónulega tel ég að ef niðurstöðurnar yrðu sem þessar, ykjust líkur á því að Framsókn myndaði stjórn til vinstri, með Samfylkingu og Vinstri grænum. Þessir þrír flokkar hefðu u.þ.b. 36 þingmenn og því nokkuð öruggan meirihluta.
En það er ekki ólíklegt að nú fari að færast fjör í kosningabaráttuna. Flokkar eins og Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eru að sjá algerlega óviðunandi tölur úr könnunum. Það má því búast við að þeir sæki hart fram.
Þar má jú finna tvær öflugustu kosningamaskínur á Íslandi.
En auðvitað er þetta bara könnun, það er enn býsna langt til kosninga.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
G. Tómas: Heldur þú að Samfylkingin láti af einsleitri ESB-stefnu sinni?
Framsóknarflokkurinn hefur lýst því yfir að hann stefni ekki í ESB og er því alveg í andstöðu við núverandi stefnu Samfylkingarinnar.
Kristinn Snævar Jónsson, 1.3.2013 kl. 10:18
Það er auðvitað erfitt að spá, hvað þá fullyrða um slíka hluti. Þó kennir sagan okkur að flestir hlutir séu til umræðu í stjórnarmyndunarviðræðum.
Hve margir hefðu til dæmis vogað sér að fullyrða fyrir síðustu kosningar að VG myndi fallast á að sækja um aðild að Evrópusambandinu eins og ekkert væri?
Því gæti málamiðlun eins og atkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna, eða að viðræðunum verði sett stíf tímamörk eins og VG vill vel orðið ofan á í stjórnarmyndun Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vg.
Samfylkingin gæti þá sagt við sína kjósendur. Við fengum 18 mánuði til að ljúka samningaviðræðunum. Það er mikill sigur, ella hefði þeim einfaldlega verið slitið?
Bara ein sviðsmynd, en að mínu mati hreint ekki ólíkleg.
Það verður að hafa í huga að flokkur með ca. 13% atkvæða er í allt annari stöðu en flokkur með ca. 30% atkvæða. Ef þessi könnun gengi eftir og Samfylkingin fengi u.þ.b. 13%, er líka líklegt að formannstími Árna Páls yrði ekki mjög langur, nema hann kæmist í ríkisstjórn.
Persónulega met ég líkur á því að Framsókn myndi vinstri stjórn aukast með því að Vinstri græn sæki á og BF dali, en það er önnur saga.
Ég myndi telja að Framsókn þætti það mun vænlegri kostur að mynda B+S+V, heldur en B+S+A.
Því myndi ég telja vinstristjórn líklegri með úrslitum þessarar könnunar, heldur en úrslitum MMR könnunarinnar, þar sem BF var ennþá stærri en Samfylkingin og Vg hafði minna fylgi.
G. Tómas Gunnarsson, 1.3.2013 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.