26.2.2013 | 09:20
Að Evrópusambandið reki áróðursskrifstofu á Íslandi, er eins og ....
Það er algengt að því sé haldið fram að hitt og þetta sem einhver er ekki sammála sé annaðhvort öfga, eða harðlínustefna.
Það er engu líkara en nú eigi allir að vera hamingjusamir á miðjunni og boða aðeins bitamun.
Nú má til dæmis víða sjá andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, og þá sérstaklega "Sambandssinna", boða þá stjórnmálaskýringu að harðlínustefna hafi orðið ofan á í stefnumörkun á landsfundi flokksins.
Nefna þeir þá máli sínu til stuðnings að flokkurinn vilji slíta aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið og meira að segja að "Evrópu(sambands)stofu" verði lokað.
Er það harðlínustefna að flokkur sem telur að Ísland eigi ekki að ganga í "Sambandið", vilji að viðræðum þar að lútandi verði ekki framhaldið?
Það er undarleg skilgreining á harðlínustefnu.
Er það harðlínustefna að vilja að áróðursskrifstofu sem starfar á Íslandi á vegum sambands erlendra ríkja hætti starfsemi sinni?
Það er undarleg skilgreining á harðlínustefnu.
Hefði Íslendingum þótt eðlilegt að Bretland og Holland hefðu í aðdraganda þjóðatkvæðagreiðslanna um IceSave samningana, opnað áróðursskrifstofu á Íslandi?
Hefði það verið harðlínustefna að krefjast að slíkri skrifstofu væri lokað?
Bæði málin eru pólítísk. Bæði málin skiptast að miklu leyti eftir flokkslínum. Bæði málin fara í gegnum þjóðaratkvæði (ef samningur næst við "Sambandið"). Í báðum málum hafa orðið til innlendar já og nei hreyfingar, til að kynna mismunandi málstað.
Hvorki Bretland og Holland eða Evrópusambandið eiga beina aðild að þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem fram fara.
Málefnin sem greitt verður atkvæði um (ef samningur næst við "Sambandið") eru Íslensk innanríkismál. Kosningarnar eru (og voru) Íslenskar. Þar greiða Íslendingar atkvæði um í hvaða farveg þeir vilja setja sín mál.
Vissulega tengdust IceSave þjóðaratkvæðagreiðslurnar hagsmunum Breta og Hollendinga. Vissulega tengist hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að "Sambandinu" hagsmunum þess.
En það gaf Hollendingum og Bretum ekki rétt til að stunda áróðursstarfsemi á Íslandi. Það gefur heldur ekki "Sambandinu" rétt til að reka áróðursskrifstofu á Íslandi.
Ákvörðunin í umræddum kosningum er Íslendinga einna, það ætti baráttan fyrir þær einnig að vera.
Það að "Sambandið" reki hér áróðursskrifstofu í aðdraganda Alþingiskosninga, sem dregur taum sumra stjórnmálaflokka og vinnur gegn stefnumálum annara gerir starfsemi hennar enn óeðlilegri.
Það að krefjast þess að "Evrópu(sambands)stofa" loki, er ekki harðlínustefna.
Það er krafa um að eðlilegar hefðir og reglur í alþjóðlegum samskiptum séu virtar.
Það er krafa um að erlendir aðilar hafi ekki óeðlileg afskipti af Íslenskum innanríkismálum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:40 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða áróðursskrifstofu er verið að tala um? Ef þú ert að vísa til Evrópustofu þá miðlar hún hlutlausum upplýsingum um ESB til að efla upplýsta umræðu um sambandið. Stofan var sett upp vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu og er væntanlega bundin henni. Sé ekki hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að loka slíkri skrifstofu sem hann kostar ekki, en sjálfsagt mun flokknum verða að ósk sinni eftir að hann hefur slitið viðræðunum við ESB.
Pétur (IP-tala skráð) 26.2.2013 kl. 13:17
Og "Evrópu(sambands)stofa" dæmir það líklega sjálf hvort um sé að ræða "hlutlausar" upplýsingar eður ei, eða er það ekki?
Sjálfsagt er það hluti af "hlutlausri" upplýsingaherferð að halda lokaða fundi með bændum?
Það eru starfandi samtök fyrir já og nei hliðina, hvað varðar aðild Íslands að sambandinu.
Auðvitað er innlendum aðilum fyllilega treystandi til þess að uppfræða og miðla upplýsingum til Íslendinga um "Sambandið". Getum við ekki verið sammála um það?
Auðvitað er "Evrópu(sambands)stofa að draga upp glansmynd af því hvað Evrópusambandið er. Það fer enda ekki mikið fyrir neikvæðu upplýsingum, eða fréttum á síðunni þeirra.
Pétur myndi svo ef til vill upplýsa okkur um að lokum, hvers vegna áróðursskrifstofunni er valið nafnið "Evrópustofa"?
Er sérstaklega verið að kynna Evrópu þar? Hefur Ísland sótt um aðild að Evrópu á undanförnum árum?
Stofnun sem velur sér nafn sem er í besta falli misvísandi, er ekki að veita hlutlausar upplýsingar.
G. Tómas Gunnarsson, 26.2.2013 kl. 13:35
þetta er þín skoðun G. Tómas. mín er að öfga eða harðlínustefna hafi unnið hjá ykkur um helgina.
Rafn Guðmundsson, 26.2.2013 kl. 17:33
Það er öllum frjálst að hafa sína skoðun.
Menn geta sagt Samfylkinguna vera argasta kommúnistaflokk, Vinstri græn byltingarflokk og Sjálfstæðisflokkinn hægri öfgaflokk.
Það eru líka margir sem kalla "Sambandið" bölvað kommúnísta batterý. Það er reyndar nóg af gömlum kommúnistum í áhrifastöðum þar, en það er önnur saga.
Sjálfsagt getur þetta allt verið rétt, svona eftir því hvaða sjónarhól hver velur sér.
Það er lenska hjá mörgum að kalla allt öfga sem ekki fellur þeim sjálfum í geð. Það ber að mínu mati vott um ótrúlega þröngsýni og rörsýn.
P.S. Það var reyndar ekkert "hjá okkur um helgina". Hvorki var ég á Landsfundi, eða er félagi í Sjálfstæðisflokknum.
En ég er auðvitað enginn sósíalisti.
G. Tómas Gunnarsson, 26.2.2013 kl. 19:53
Evrópusambandið réð verktaka til að koma á framfæri hinu "rétta og sanna" um Evrópusambandið.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið verktaka til að koma á framfæri hinu "rétta og sanna" um Sjálfstæðisflokkinn þá yrði það samstundis flokkað sem pólitískur áróður.
Vera Evrópustofu hér á landi er pólitísk afskipti af innanríkismálum Íslands í þágu Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins.
Eggert Sigurbergsson, 26.2.2013 kl. 19:57
"Evrópustofa" fræðir ekki á neinn hátt um fullveldisframsal íslenzku þjóðarinnar á sviði löggjafarmála (æðstu völdum afsalað þar), dómsmála og framkvæmdamála, þ.e. sem óhjákvæmilegum fylgifiski ESB-inntöku Íslands -- "Evrópustofa" lætur í raun ekkert á þessu bera, ekki frekar en hún auglýsir jafna aðganginn að fiskimiðunum skv. grunnsáttmála ESB né heldur, að "reglan um hlutfallslegan stöðugleika" er forgengileg og breytileg að vild ráðherraráðs ESB, þar sem Ísland fengi svo lítið sem 0,06% atkvæðavægi.
"Evrópustofa" er Evrópusambandsáróðursstofa.
F.h. samtakanna,
Jón Valur Jensson.
Samtök um rannsóknir á ESB ..., 26.2.2013 kl. 23:35
Er þetta nú ekki dálítið paranoja útaf Evrópustofu?
Annars er þetta haft eftir Benedikt Jóhannessyni um málið í dag:
"Þetta er nú eiginlega bara fáheyrt að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn út í ritskoðun. Þetta er svona eins og smáflokkar samþykktu fyrir fjörutíu árum; Fylkingin eða kommúnistasamtökin samþykktu eitthvað svona um Menningarstofnun Bandaríkjanna. En að Sjálfstæðisflokkurinn, sem verið hefur stærsti flokkurinn, sé að samþykkja þetta um sendiráð vinaþjóða finnst mér flokknum til mikillar skammar."
Kristján G. Arngrímsson, 4.3.2013 kl. 16:29
Auðvitað eru sjónarhólarnir mismunandi í þessu máli eins og mörgum öðrum.
Benedikt grípur reyndar til vísvitandi lyga þegar hann reynir að réttlæta starfsemi "Evrópu(sambands)stofu". Hann segir "... að samþykkja þetta um sendirárð vinaþjóða finnst mér flokknum til mikillar skammar.".
Hver hefur minnst á að loka sendiskrifstofu Evrópusambandsins?
Þetta er ekki sendiráð. Það er starfrækt á vegum Evrópusambandsins og enginn hefur amast við því.
Menningarstofnun Bandaríkjanna var ekki með fundaherferðir vítt og breytt um Ísland með þeim tilgangi að fá Ísland til að gangast inn á það að Ísland yrði fylki í Bandaríkjunum.
Það má líkja hlægja að nafngiftinni. Ef til vill lýsir fátt betur því hve "óvilhallar" þær upplýsingar sem "Evrópu(sambands)stofa" gefur, en það að velja sér misvísandi nafn.
Hefur hún fyrst og fremst að gefa upplýsingar um Evrópu? Hefur Ísland nýlega sótt um aðild að Evrópu?
Auðvitað ekki, en þar sem Evrópusambandið er þegar skaddað "vörumerki" þarf afð tengja við eitthvað sem er jákvætt í hugum almennings og ekki skaðað af spillingu, baktjaldamakki, gjaldmiðli í vandræðum o.sv.frv. Þá er heimsálfunafnið Evrópa tilvalið.
Það nákvæmlega sama gidir um þær "óvilhöllu" upplýsingar sem hún dreifir. Þar er "Sambandið" málað í ljósrauðum litum og gleymt að minnast á verri hliðarnar.
Það er alger óþarfi fyrir Íslendinga að líða slíka erlenda íhlutun í innanríkismál.
Það tíðkast vissulega innan "Sambandsins" að stjórnmálamenn íhlutist á dýpra í málefni hvers annars, samanber Ítalíu nú nýverið, en það er algerlega óþarft fyrir sjálfstætt ríki eins og Ísland að þola slíkt.
G. Tómas Gunnarsson, 4.3.2013 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.