25.2.2013 | 14:47
Tímabær ályktun - Íslendingar leyfi ekki áróðursstarfsemi erlendra ríkja
Það eru vissulega tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn skuli kveða upp úr með að viðræðum við Evrópusambandið skuli hætt.
Ég fagna því eindregið.
Það er svo löngu orðið tímabært að Íslenskri stjórnmálaflokkir láti starfsemi "Evrópu(sambands)stofu" til sín taka.
Það er hrein ósvífni af hálfu "Sambandsins" að reka á Íslandi áróðursskrifstofu í jafn umdeildu máli og Evrópusambandsaðild er.
Auðvitað eiga erlend ríki, eða ríkjasambönd ekki að skipta sér af máli sem er flokkspólítískt og jafn fyrirferðarmikið í Alþingiskosningum og raun ber vitni.
Áróður "Evrópu(sambands)stofu" tekur afstöðu með sumum stjórnmálaflokkum, en gegn öðrum. Það eru óþolandi erlendi afskipti af innanríkismálum.
P.S. Hér og þar um netið hefur mátt sjá "Sambandssinna" grípa til þeirra raka að þá verði sjálfsagt að banna starfsemi stofnana á við Fulbright, Alliance Francaise og Goethe stofnunarinnar.
Ég verð að segja það að, ef menn misskilja svo eðli og tilgang Evrópussambandsins, þá útskýrir það ef til vill að einhverju leiti hve áfram þeir eru um að Ísland verði aðili að því.
Betur borgið utan ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Þetta fólk veit fullvel hvað er í gangi, þeim líkar bara vel að vita af endalausum áróðri erlends sambandsríkis, því þeir vilja allt gera til að komast inn í esb. Sorglegt en satt, í raun og veru ætti að senda þetta fólk úr landi one way ticket, því þeir eru svo vissir um að allt sé svo betra í ESB, það væri því gustukaverk að hjálpa þeim til að komast þangað beina leið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2013 kl. 15:11
Það er ekki bara það að þeir ætli að reka Evrópustofuna í burt heldur er þetta brot á Landslögum og Vienna Consuar lögum frá 1963. Þetta vissu menn því að það var kvartað á alþingi á sínum tíma en þessi glæpastjórn hunsaði kvartanir. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn urðu að hætta með upplýsingaþjónustur hér á landi á sínum tíma.Það á að kalla þessa ríkisstjórn Landráðastjórn og ekkert annað því hún er það.
Valdimar Samúelsson, 25.2.2013 kl. 18:13
Á Íslandi þarf að stofna her, öðruvísi fáum við aldrei neina þjóðarmeðvitund. Drengir læra ekki einu sinni að bursta skónasína.
Hrólfur Þ Hraundal, 25.2.2013 kl. 23:55
Nei Hrólfur það þarf ekki her. En það væri sniðugt að ungt fólk gegndi þegnskylduvinnu í svona tvö ár, þar sem þau gengju í öll almenn störf á landinu og kynntust atvinnuháttum og fengju smáverksvit, því það er á hröðu undanhaldi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2013 kl. 00:01
Góður Hrólfur!
Við stofnum her og látum strákana bursta skóna sína!
En að sjálfsögðu er löngu tímabært að stofna hér her. Jón Sigurðsson vildi það fyrir meira en einni og hálfri öld (sjá HÉR!/a>). Vitmaðurinn dr. Arnór Hannibalsson heitinn vildi það líka (Moskvulínan, 1999, bls. 316).
Annars vildi ég sérstaklega þakka fyrir þennan pistil þinn, Tómas.
Jón Valur Jensson, 26.2.2013 kl. 03:04
Hér er einn af þeim sem ekki kann að bursta skóna sína svo vel sé, en hygg þó samt að Ísland sé betur komið án hers.
Það mætti auðvitað taka upp skóburstun 101 í menntaskólum, en ég veit þó ekki hvort að það yrði til verulegs ábata fyrir þjóðarbúið. lol
Persónulega er ég ekki hrifinn heldur af hugmyndum um þegnskylduvinnu.
En það má finna aðrar leiðir til gagns bæði einstaklingum og þjóðfélaginu.
T.d. má nefna að víða í Kanada er ekki hægt að braustskrást úr framhaldsskóla nema að hafa unnið ákveðinn tímafjölda í sjálfboðastarfi.
Það fer þannig fram að félagasamtök leita viðurkenndrar skráningar hjá menntayfirvöldum, og nemendur geta síðan valið sér félagasamtök af viðurkenndum lista til að starfa með.
G. Tómas Gunnarsson, 26.2.2013 kl. 09:30
En oss vantar her!
Jón Valur Jensson, 27.2.2013 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.