Sígandi lukka pundsins?

Það er all nokkuð áfall fyrir Bretland og ríkisstjórn Íhaldsflokks og Frjálslyndra að Moody's skuli lækka lánshæfiseinkunn landsins.

Það er vissulega ekki hægt að segja að það sé gæðastimpill fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

Líklega mun þetta þó ekki hafa nein veruleg áhrif á lánskostnað hins opinbera í Bretland, all flestir hafa líklega þegar reiknað þennan möguleika inn, í það minnst kosti að miklu leiti.

En þessi lækkun pundsins er ekki án jákvæðra áhrifa.  Hún styrkir auðvitað samkeppnisstöðu Breskra fyrirtækja.  Pundið hefur þegar sigið nokkuð, aðallega vegna aðgerða Breska seðlabankans (QE), en nú herðir líklega nokkuð á.

Það kætir líklega ekki Hollande og félaga hinum megin við sundið að sjá pundið siga niður á við gagnvart euroinu.

En þessi lækkun Bretlands undirstrikar þau miklu vandamál sem fjármál hins opinbera hafa ratað í víða um heim.

 


mbl.is Gengi pundsins lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætl það sé nú allt sem sýnist með styrk Evrunnar sem er í sterameðferð seðlabankans? Við komumst væntanlega að raunvirði hennar innan skamms hugsa ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2013 kl. 19:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er alveg stór merkilegt að Pundið hækkaði í raun á Evrópskum markði, sem segir manni að það er verið að manipúlera.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.2.2013 kl. 19:18

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það má segja að flestir séu að "manipulera" mynt sinni þessa dagana.

Það vilja fæstir hafa of sterkan gjaldmiðil.

En til þess að einhver geti fallið, verður annar að rísa.

Og þó að pundið hafi fallið í upphafi, þá má líka reikna með að eftir því sem fréttir bárust frá Ítalíu, og háðulegri útreið "frambjóðanda Sambandsins" þar, hafi ýmsum þótt vænlegra að losa sig við eitthvað að euroum.

G. Tómas Gunnarsson, 26.2.2013 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband