Vinstri græn staðfesta sig sem Evrópusambandsflokk

Staðan skýrðist á landsfungi Vinstri grænna hvað varðar aðild að "Sambandinu".   Auðvitað hafa Vinstri græn unnið leynt og ljóst á núverandi kjörtímabili, að því að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Það er því eðlilegt að flokkurinn staðfesti þá stefnu sína á landsfundi sínum.

Það er að vísu mjótt á mununum, en það er ljóst að Vinstri græn hafa það nú ótvírætt á stefnuskrá sinni að ganga í "Sambandið".

Það sækir að sjálfsögðu engin um aðild, án þess að vilja inn.

Að vera "viðræðusinni" er eitthvað "skrípó" sem "Sambandssinnar" reyna að fela sig á bakvið.


mbl.is Unir niðurstöðunni um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáum við þá ekki ódýra kjúklinga?

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 10:29

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það kann að vera að kjúklingar lækki eitthvað í verði.

Það er þó rétt að halda því til haga að í síðustu tölum sem ég sá frá Statískri skrifstofu "Sambandsins" , var matarkarfan á Íslandi ódýrari en matarkörfur "Sambandslandanna", Danmerkur og Svíþjóðar og karfn á Íslandi sé jafndýr og karfa Finnlands.

Sjá hér

Ennfremur kemur í ljós að séu bornir saman allir vöruflokkar og þjónusta sem borin er saman hjá "Sambandin", er heildin ódýrust á Íslandi.

Það má hins vegar lengi reyna að blekkja Íslendinga með samanburði við "meðalverð" innan "Sambandsins".  Skynsamir einstaklingar vita hins vegar hve lítið er að marka slíkan samanburð.

G. Tómas Gunnarsson, 25.2.2013 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband