Bjargað í horn, en skaðinn að hluta til skeður

Það er auðvitað með eindæmum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi upphaflega samþykkt ályktun í þessa veru.  

Að vilja láta kristin gildi vera ráðandi við alla lagasetningu er einfaldlega stórvarasöm hugsun.  Það er að mínu mati jafn galin hugmynd og að ætla að samþykkja tillögur að breyttri stjórnarskrá athugasemdalaust.

Sem betur fer hleypti Landsfundur þessari ályktun ekki í gegn.

En því miður er skaðinn að hluta til skeður.  Það þarf ekki nema að sjá hvernig andstæðingar flokksins hanga á þessari tillögu eins og hundar á roði, til að gera sér grein fyrir því hvers kyns "bein" þeir telja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hent í átt til þeirra.

Tillaga sem þessi á enda að mínu mati ekkert erindi í stjórnmálaumræðu dagsins í dag.

 


mbl.is Tillaga um kristin gildi felld út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband