18.2.2013 | 21:19
"Sambandið" fær gula spjaldið frá Bretum
Það er og hefur verið ljóst að Bretar eru ekki yfir sig hrifnir af Evrópusambandinu. Þær breytingar sem hafa orðið á "Sambandinu" undanfarin ár, og þær sem margir forsvarsmenn hafa boðað, hafa ekki aukið velvilja Breta til "Sambandsins", heldur þvert á móti.
Bretar vilja ekki gefa eftir meira af fullveldi sínu til Brussel. Þeir vilja fá meira af ákvörðunartökunni og lagasetningum aftur heim.
Það þarf enginn að efast um að Bretar hafa áhuga á sameiginlegum markaði "Sambandsríkjanna", en þeir hafa engan áhuga á því að verða hluti af sambandsríki. Þeir hafa sömuleiðis engan áhuga á því að deila mynt með öðrum þjóðum í "Sambandinu".
Þess vegna má líta á þessa skoðanakönnun sem gula spajldið á "Sambandið" í Bretlandi.
Það má heita næsta víst að ef engar breytingar verða á aðildarformi Breta og þjóðarakvæðagreiðslan verði haldin, þá verði það rauða dregið upp.
Það er því ljóst að ef "Sambandið" vill vera öruggt með að halda Bretlandi innan sinna vébanda verður það að öllum líkindum að gefa eitthvað eftir. En auðvitað má hugsa sér að treyst verði á það að Verkamannaflokkurinn komist til valda í næstu kosningum.
Jafn skringilegt og það er, gæti aukið fylgi UKIP, orðið til þess að Verkamannaflokkurinn næði meirihluta á þingi, og ekkert yrði af þjóðaratkvæðagreiðslunni.
En Evrópusambandið án Breta yrði að öllumm líkindum öðruvísi "Samband". Valdahlutföllin innan þess myndu breytast og hætt við því að "Suðurríkin" fengju aukin völd og áhrif.
En áherslur í "Suðurríkjunum" eru gjarna á annan veg en norðar í "Sambandinu", eins og má til dæmis lesa um í þessari frétt, um fyrirhugaðar fríverslunarviðræður Bandaríkjanna og "Sambandsins".
Meðal annars þess vegna tók Angela Merkel, ekki svo illa í kröfur Breta. Hún þarfnast bandamanna, nú þegar samstaða Þýskalands og Frakklands hefur minnkað
Þriðjungur vill vera áfram í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.