Björt framtíð fyrir ríkisstjórnina?

Það eru vissulega all nokkur tíðinid að Hreyfingin hafi lagt fram vantraust á ríkisstjórnina.

Það eru enn meiri tíðindi hvaða mál viirðist fá Hreyfinguna til þess að missa trú á ríkisstjórninnni.

Það er ekki skjaldborgin um heimilin.  Það er ekki norræna velferðin.  Það er ekki verðtryggingin.  Það er ekki atvinnuuppbyggingin.  Það er ekki hvernig haldið var á Icesave málinu.  Það er ekki það að ríkisstjórnin sé á góðri leið með að rústa Íslenska heilbrigðiskerfinu.

Nei, Hreyfinging er að missa sig af bræði vegna þess að ríkisstjórninni hefur mistekist að keyra í gegnum þingið frumvarp að breyttri stjórnarskrá sem flestir eru sammála um að sé meingallað.

Sýnir í hnotskurn bæði undarlegt sjónarhorn Hreyfingarinnar og hvað ríkisstjórnin hefur teygt sig langt í "hrossakaupum", til að halda lífi í sjálfri sér.

En er vantrauststillagan kemur til atkvæðagreiðslu, þykir mér ljóst að ríkisstjórnin hlýtur ekki stuðning Framsóknarflokksins,  (þó er aldrei að vita hvað Siv Friðleifsdóttir kynni að gera.  Sjálstæðisflokkurinn myndi líkllega ekki greiða atkvæði til varnar ríkisstjórninni.

Þó eru eftir þingmenn Bjartrar framtíðar, þeir Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall.  Vilja þeir halda inní kosningabaráttuna í vor með það á bakinu að taka ábyrgð á ríkisstjórninni?

Svo eru það óháðu þingmennirnir, það er ólíklegt að Jón Bjarnason muni greiða atkvæði með ríkisstjórninni, varla gerir Lilja Mósesdóttir það heldur.

Allt bendir til þess að það sé undir Guðmundi Steingrímssyni og Róberti Marshall komið hvort að ríkisstjórnin eigi (Bjarta) framtíð til vors.

Þeir hafa aldrei greitt atkvæði gegn ríkisstjórninni í nokkru sem raunverulega skiptir máli.   En það er stutt í kosningar og samkeppnin um óánægjuatkvæðin hefur harðnað.

Er Björt framtíð "litla Samfylkingin" eða sjálfstæður pólitískur flokkur?

Nú reynir á.

Og spennan magnast. 

 

 


mbl.is Vantrauststillaga lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Má ég benda þér á það G. Tómas minn að Hreyfingin samanstendur í dag af þremur þingmönnum, Þór Margréti og Birgittu.  Margrét hefur lýst því yfir að þessi vantrausttillaga sé einungis verk Þórs Saari.  Þannig að segja að Hreyfingin sé í einhverju plotti samkvæmt þinni meiningu er ekki rétt.  Þór stendur einn að þessari tillögu.  Mér finnst það bara gott hjá honum, það er ekki af neinni illgirni eða hatri, hann telur eins og svo margir aðrir að til að hægt sé að breyta samfélaginu sé besta leiðin ný stjórnarskrá.  Hvort sem hann hefur rétt fyrir sér í því eða ekki, þá er hann einfaldlega að reyna til þrautar að fá ríkisstjórnina til að axla þá ábyrgð sem hún tók að sér. 

Það er alveg skýrt hjá Dögun að þar er fyrsta mál á dagskrá að ráðast að skuldastöðu heimilanna.  Í Dögun eru tveir aðilar sem hvað mest hafa beitt sér fyrir heimilin í landinu, þ.e. Andra Ólafsdóttir og Þórður Björn Það er því ljóst að þar liggur fyrsta mál á dagskrá hjá samtökunum.

Stundum líta menn ekki fram fyrir nefið á sér heldur vilja bara sjá það sem þjónar best þeirra sýn.  Stundum er það ágætt, en stundum sorglegt, því í raun og veru er fólk þá að berjast gegn því sem það vill þó helst sjá gerast.  Og af hverju? Jú af því að það eru ekki réttu aðilarnir sem eru að berjast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2013 kl. 12:22

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þessi ferð, hefur hvorki verið Hreyfingunni eða Þór Saari til sóma eða framdráttar.

Ekki væri ég á móti því að ríkisstjórnin fengi á sig vantraust, það myndi ef til vill binda hendur hennar frá því að setja á svið fleiri "bílslys", ef hún starfaði aðeins sem starfsstjórn til vorsins.

En engin sem ég tala við, talar um að mikilvægast sé að keyra í gegn stjórnarskrárbreytingar.

Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnarskrár er einmitt að vernda þegnana og ekki síst minnihlutann gegn ofríki meirihlutans.

Stjórnarskrá á ekki að keyra í gegn með offorsi, eða að samþykkja einstaka greinar með naumum meirihluta og nota það til að kúga minnihlutann.

G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2013 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband