Hvað er neytendalán?

Með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð umfjöllunina í Morgunblaðinu, aðeins þessa stuttu frétt á mbl.is, þá held ég að rétt sé að vara andstæðinga verðtryggingar við að fyllast of mikilli bjartsýni.

Nú er það alþekkt um allan heim, alla Evrópu og all Evrópusambandið, hvort sem ríki noti euro eða ekki að lán séu með breytilegum vöxtum.  Gjarna með álagi ofan á Libor eða Euribor.

Þegar slík lán eru tekin er ekki ljóst  hver endanlega endurgreiðslan (kostnaður) verður.

Slíkt fyrirkomulag er til dæmis algengt víða um lönd í húsnæðislánum.  Oft er þó möguleiki að festa vexti á húsnæðislánum til lengri tíma, en það þýðir yfirleitt verulega hærri vaxtaprósentu.  Mjög sjaldgæft er að vextir séu fastir til lengri tíma en 5 eð 10 ára.

En svo eru það sem oft eru kölluð neytendalán.  Þó að ég hafi reyndar séð húsnæðislán flokkuð þeirra á meðal, er hitt algengara að þau séu skilgreind svipað því sem oft eru kölluð á Íslensku neyslulán.

Þetta eru oftast lán til frekar stutts tíma, yfirleitt án veðs.

Týpisk neytendalán eru lán veitt með kreditkortum, yfirdrætti en einnig stuttum óverðtryggðum skuldabréfum.  

Slík lán held ég að þekkist óvíða að séu verðtryggð, eða með breytilegum vöxtum, en þau eru sömuleiðis yfirleitt með mikið hærri vöxtum en húsnæðislán.

En sjálfsagt á þetta eftir að koma betur í ljós á næstu dögum og það betur verður ljós skilgreining á þeim lánum sem um ræðir.

P.S. Eftir að hafa kynnt mér þetta mál nánar og horft á umfjöllun í Silfri Egils í dag, hef ég komist að því að hér er ég á nokkurn veginn algerlega röngu róli.

Málið snýst ekki um hvort verðtrygging sé ólögleg eður ei, heldur hitt hvort að rétt hafi verið staðið að framkvæmd hennar og upplýsingagjöf um virkni hennar.

Ég ákvað þó að láta færsluna standa, en bæti þessu við hér.

 

 


mbl.is Lánin álitin ólögleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með breytingum á lögum 121/1994 (179/2000) eru öllfasteignalán komin undir neytendalög 121/1991.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 07:26

2 identicon

Neytendalög 121/1994 átti það að vera,verðbólgu markmið Seðlabankans hefur verið 2.5% verðbólga síðustu 15-20 ár, þannig að árleg hlutfallstala kostnaðar ætti að vera 2.5% verðbólga,ekki krónu meiri, þannig ætti að gera lánin upp, til 1. nóv 2007 þegar MiFID tilskipunin er sett í lög hér,og verðtrygging til almennigs er hreinlega bönnuð, því meiri afleiða en verðtryggt lán er ekki til.Sem sagt það sem fólk gat ættlað um verðbólgu, kom frá Seðlabanka, og ef ekki er hægt að treysta honum, hverðjum þá.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 07:46

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka þér fyrir þetta Jón Ólafur.  Í þessu samhengi skiptir ekki máli hvaða skilgreining er í gildi á Íslandi.  Heldur hitt, hvaða skilrgreiningar er verið að vitna til í "Sambandinu".

Nú er engin spurning að þar tíðkast húsnæðislán með breytilegum vöxtum.

Í sjálfu sér er engin eðlismunur hvort lán eru tengd við Libor, Euribor, eða framfærsluvísitölu.  

Í öllum tilfellum er ekki hægt að vita með vissu hvað há endurgreiðslan verður.

G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2013 kl. 08:10

4 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Í greiðslumati allra íbúðalána eru forsendur fyrir lánveitingunni, - lántökunni. Þessar forsendur eiga að gilda við útreikninginn á niðurgreiðslu lánsins, enda enginn annar útreikningur gerður eða upp gefinn.

Kjartan Eggertsson, 17.2.2013 kl. 09:36

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Minnir að það sé a.m.k. þannig í hinum Norðurlöndunum, að lántakar geti valið hvort þeir vilji breytilega eða fasta vexti. Ef vextir eru fastir út lánstímann eru þeir eitthvað hærri. Þessi valkostur er ekki á Íslandi, þannig að ekki er rétt að segja að við stöndum eins að, hvað breytilega vexti varðar og hin Norðurlöndin eins og síðuhafi gefur í skyn.

Theódór Norðkvist, 17.2.2013 kl. 17:20

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég var í sjálfu sér ekkert að miða frekar við Norðurlöndin en önnur lönd í heiminum.

Ég get enda ekki séð þess merki í textanum að ég gefi í skyn að Ísland sé á pari við Norðulönd í veðbundnum fasteignalánum.

En ég er auðvitað langt í frá að vera sérfræðingur í húsnæðislánum í heiminum.  En ég man ekki eftir þvi að hafa séð t.d. 40 ára lán í Noregi með föstum vöxtum allan samningstímann.

Ég man t.d. eftir að hafa séð mjög flotta reiknivél frá DNB, sem einmitt hjálpaði til við að reikna ýmsa möguleika eftir þvi hvernig vextir gætu hugsanlega breyst.

Þar var reyndar mest reiknað með 30 ára lánum, sem eru auðvitað mun skynsamlegri en 40 ára, en það er önnur saga.

G. Tómas Gunnarsson, 17.2.2013 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband