13.2.2013 | 13:34
Meirihluti kjósenda vill ekki ganga í "Sambandið" - Þess vegna eru samningaviðræður dregnar á langinn
Það er búið að vera ljóst í all langan tíma að meirihluti Íslenskra kjósenda vill ekki ganga í Evrópusambandið.
Það eru engin tíðindi.
En það skýrir að hluta til dráttinn sem hefur orðið á viðræðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna á viðræðum við "Sambandið".
Þær eru dregnar á langinn, í von um að afstaðan breytist. Þær eru dregnar á langinn í þeirri von um að undir- og áróður starfsmanna "Sambandsins" á Íslandi fari að virka.
En andstaða Íslenskra kjósenda eykst og styrkist eftir því sem umræðan eykst. Ég get ekki annað sagt að mér þykir það að vonum.
Þess vegna er það eðlilegt að málið verði til lykta leitt fljótlega eftir kosningar. Það er engin ástæða til þess að draga það á langinn. Það eru næg önnur verkefni fyrir Íslenska stjórnsýslu og Íslenska utanríkisþjónustu og sömuleiðis frekar þörf á því að draga þar saman seglin, heldur en hitt.
Það væri því best að annað hvort ákveði Alþingi að draga umsóknina til baka, eða hitt að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem spurt er hvort að kjósendur vilji ganga í Evrópusambandið eður ei.
Líklega er þjóðaratkvæðagreiðslan betri kostur. Það ætti að gefa kost á því að búa til sátt um málið, alla vegna um nokkurt árabil.
P.S. Það er fátt sem kemur á óvart í þessari könnun. En það er rétt að vekja athygli á því að mun hærra hlutfall kjósenda Samfylkingarinnar er á móti ESB aðild, en hlutfall t.d. kjósenda Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks sem eru hlynntir aðild.
Samt gengur fjölmiðlaumræðan oft um hvað t.d. Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera til að halda ESB sinnum innan flokksins "góðum". Því næst sem engir tala um hvað Samfylkingin ætti að gera til að halda ESB andstæðingum innan flokksins "til friðs". Þar þykir það sjálfsagt að aðeins ein skoðun sé til staðar og oft sagt að flokkurinn sé einhuga um "Sambandsaðild".
Þó eru í þessari könnun aðeins 78% kjósenda Samfylkingarinnar sem vilja ganga í "Sambandið".
Hvað ætli flokkurinn ætli að bjóða upp á fyrir þá sem eru á móti?
63,3% andvíg inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 13:50
Algjörlega sammála. Það þarf að stöðva þetta ferli strax og hætta að eyða peningum í vitleysu sem skilar engu, við höfum alveg næg verkefni til að leggja peninganan okkar í, sem eru þarfari en þessi aðlögun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.2.2013 kl. 17:41
Nú er ESB á leið í fríverslunarbandalag með USA - ég sé ekki alveg hvað væri slæmt við að tilheyra stærsta free trade svæði heims. Eða er mér að yfirsjást eitthvað? Og af hverju þessi stæka einangrunarhyggja?
Hlýtur að verða erfitt fyrir Sjalló, þennan flokk verslunarmanna, að vilja vera utan við þetta fríverslunarsvæði.
Kristján G. Arngrímsson, 14.2.2013 kl. 06:33
Það er vissulega fagnaðarefni að Bandaríkin og "Sambandið" ætli sér að vinna að fríverslunarsamningi.
Það ætti að vera Íslendingum hvati til að vinna ötullega að gerð frekar fríverslunarsamninga.
Reyndar tala flestir frammámenn í Bandaríkjunum (og þó nokkrir í ESB líka) á þann veg að þeir vilji að samningurinn verði með þeim hætti að önnur ríki geti orðið aðilar að honum.
Það er sömuleiðis fagnaðarefni, að markmiðið skuli vera að auka fríverslun sem víðast í heiminum, en ekki að "múra" hana á milli einstakra ríkja og ríkjasambanda.
En svo er það gríðarleg bjartsýni að halda að þessi fríverslunarsamningur sé handan við hornið, ef hann verður þá að veruleika.
Bjartsýnustu menn tala um 2. ár (hljómar kunnuglega í eyrum ekki satt?).
Það væri vissulega merkilegt ef ESB gæti gert fríverslunarsamning við Bandaríkin á 2. árum, en hefur ekki getað klárað aðildarsamning við Íslendinga á 4.
Perónulega tel ég ólíklegt að Obama verði í embætti þegar og ef þessi samningur verður undirritaður.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 07:05
Því má svo bæta við að það er auðvitað engin einangrunarhyggja að vilja ekki múra síg inn í "Sambandinu".
Að mörgu leyti má líta á "Sambandið" sem "hræðslubandalag". Bandalag sem er hefur það helsta markmið að viðhalda áhrifum og mætti ýmissa ríkja í Evrópu.
Að sjálfsögðu ekkert að því að stofna bandalag um sameiginlega hagsmuni sína.
En það er stór spurning hvort að Íslendingar hafi eitthvað með það að gera að múra sig inn í slíkt bandalag?
Meirihluti kjósenda svarar því neitandi. Það geri ég líka.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 07:10
Já, það er löng hefð fyrir því að meirihlutinn hafi kolrangt fyrir sér.
Kristján G. Arngrímsson, 14.2.2013 kl. 10:14
Annars er alveg hægt að skilja það að einhverjir vilji ekki inní ESB, en hitt gengur mér verr að skilja hvers vegna einhverjir vilja ekki að Íslendingar fái að greiða atkvæði um aðildarsamning. Það finnst mér vera andlýðræðisleg hugsun og forsjónarhyggja. Eða kannski bara hræðsla - sem ætti nú að vera óþarfi í ljósi afgerandi niðurstaðna skoðanakannana.
Kristján G. Arngrímsson, 14.2.2013 kl. 10:16
Það má í flestum málum deila um hvað er rétt og hvað er rangt.
Það fer yfirleitt eftir sjónarhorninu.
En hvað varðar samninginn, má auðvitað snúa málinu við. Hverjir voru það sem óttuðust að greitt yrði atkvæði um hvort sækja skyldi um?
Það er líka mikill misskilningur, gott dæmi um það er IceSave málið, að allar samningaviðræður þurfi að enda með samningi.
Í fjögur ár hafa staðið yfir "samningaviðræður" á milli Íslands og "Sambandsins".
Hver er árangurinn?
Enn er svo búið að fresta því að ræða mikilvægustu málaflokkana?
Hvers vegna?
Skyldi það vera vegna þess að Samfylking og Vinstri græn óttuðust að samningsmarkmið þar kæmu fram fyrir kosningar?
Það er nákvæmlega jafn lýðræðislegt að slíta viðræðum og hefja þær. Alþingi ákvað að hefja þær og getur þvi ákveðið að slíta þeim.
Hitt væri svo jafnvel enn betra, að spyrja einfaldlega kjósendur hvort vilji sé fyrir því að halda samningaviðræðum áfram. Eða einfaldlega hvort þeir vilji ganga í "Sambandið".
Í upphafi var talað um að samningaviðræður tækju á milli 2 til 3. ár. Sumir vildu meina að styttri tími væri hugsanlegur.
Hvað finnst þér ásættanlegt að megi teigja lopann lengi í þessu máli? Svona eins og hjá Tyrklandi?
Æ fleira bendir til þess að viðræðurnar séu vísvitandi dregnar á langinn, á meðan "Sambandið" stundar óhefta áróðursstarfsemi á Íslandi.
Finnst þér það eðlilegt?
Það finnst mér ekki og ég tel að það sé mál að linni.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 10:34
Það er auðvitað algengur misskilningur margra að meirihlutinn hafi yfirleitt rangt fyrir sér.
Þeim sé því hollast að fylgja þeim sem "vita betur".
Það sést í "Sambandsdeilunni" sem mörguð öðrum álitamálum i Íslensku samfélagi.
G. Tómas Gunnarsson, 14.2.2013 kl. 10:36
Ég sagði nú ekki að meirihlutinn hafi yfirleitt rangt fyrir sér. Hafa rétt eftir áður en höggvið er, vinsamlegast.
Heldurðu að það sé "óheftri áróðursstarfsemi" ESB að kenna að andstaða við aðild færist í vöxt á Íslandi heldur en hitt?
Allt í lagi að halda atkvæði um hvort eigi að halda viðræðum áfram, en ættum við þá ekki að byrja á að halda atkvæði um hvort eigi að halda atkvæði um hvort halda eigi viðræðum áfram? Og svo framvegis ...
Reyndar, ef útí það er farið, væri fróðlegt að vita hvort Íslendingar hafi mikið þol í þjóðaratkvæði ("þjóðaratkvæðagreiðsluþol" er gott orð!) Man ekki hvernig þetta er í Sviss, hvort þetta þol þeirra er mikið. Kemur kannski með æfingunni.
Kristján G. Arngrímsson, 14.2.2013 kl. 21:23
Svo er náttúrulega eitt: Það er alltaf (oftast amk.) talað um ESB spurninguna eins og hagsmunamál. En auðvitað er þetta fyrst og fremst hugsjónamál dulbúið sem hagsmunamál. Annarsvegar eru íhaldssamir einangunarsinnaðir sem líta á sig sem sjálfstæðismenn og telja þurfa að vernda Ísland fyrir útlendum áhrifum. Löng hefð fyrir svona. Hins vegar eru nýjungagjarnir fjölmenningarsinnar sem líta á sig sem jafnaðarmenn. Líka löng hefð fyrir því. Bæði viðhorfin eiga sér hugsjónarætur, fremur en hagsmuna, en núorðið má ekki tala í hugsjónum og verður að dulbúa alla slíka umræðu í "skynsamlega" hagsmunaumræðu. Sem verður nú fremur leiðinleg oftast nær.
Kristján G. Arngrímsson, 14.2.2013 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.