13.2.2013 | 12:19
Full þörf að standa fastir fyrir
Það er hárrétt að refsiaðgerðir munu koma sér illa, ekki aðeins fyrir Íslendinga, heldur einnig þá sem beita þeim.
Refsiaðgerðir eru tvíeggjað sverð.
En auðvitað eiga Íslendingar að standa í fæturnar í þessu máli eins og öðrum. Íslendingar geta ekki leyft sér að gefa eftir réttinn til að veiða úr fiskistofnum sem koma inn í Íslensku lögsöguna og keppa þar við aðra stofnu um fæði.
Sem betur fer hafa Íslensk stjórnvöld staðið í fæturna í þessu máli og staðið föst fyrir.
Þau drógu úr kvótanum í samræmi við alþjóðlega ráðgjöf og sýna með því að Íslendingar eru ekki að fara fram með óábyrgum hætti, heldur krefjast eðlilegrar hlutdeildar, í stofni sem leitar á Íslandsmið.
Íslensk stjórnvöld virðast hafa gert sér grein fyrir því, öfugt miðað við IceSave deiluna, að jafn sjálfsagt það er að taka þátt í samningaviðræðum, þá er ekki sjálfgefið að þær leiði til samninga.
Það er mikil framför.
Refsiaðgerðir munu ekki buga Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.