8.2.2013 | 23:41
Að horfast í augu við staðreyndir - Tillögur að nýrri stjórnarskrá ekki boðlegar óbreyttar
Það hefur ef til vill ekki verið sterka hliðin hjá núverandi ríkisstjórn að horfast í augu við staðreyndir.
Eftir að hafa lagt fram kvótafrumvarp sem einn ráðherrana líkti við bílslys. Eftir að hafa verið gerð 2. afturreka með IceSave samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þá átti samt að halda áfram að keyra á nýtt stjórnarskrárfrumvarp, þó að athugasemdir og aðfinnslur streymdu að úr hverri áttinni á fætur annarri.
En stundum verður ekki lengur hjá því komist að horfast í augu við staðreyndir.
Stundum duga ekki klækja og krepptur hnefinn stjórnmál.
Auðvitað á stjórnarskráin skilið meiri virðingu og vandaðri vinnubrögð heldur en þjóðin hefur orðið vitni að hingað til.
Þessi ákvörðun er því fagnaðarefni.
Ekki ný stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Menn verða að passa sig á því hér, að þetta er ekki nein tilkynnt "ákvörðun" stjórnarflokkanna. betur væri, ef rétt reyndist, og samt væri ekki öll hætta horfin úr sögunni með því. Hér er þörf á því að fylgjast vel með gjörðum Alþingis og einkum ESB-innlimunarstefnumanna sem fylgja hinni hryllilegu 111. grein stjórnlagaráðs sem hefur ekkert skánað í meðferð Valgerðarnefndarinnar, nema síður sé! -- sjá hér þessa grein mína.
Jón Valur Jensson, 9.2.2013 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.