8.2.2013 | 18:54
Huldusamtök gera skoðanakönnun - Hanna Birna í varaformanninn
Það verðugt rannskóknarefni að skoða með hvernig hætti skoðanakannanir eru notaðir í stjórnmálabaráttu nútímans.
Mælingar einstaklinga og "samtaka" hefur haft ýmisleg áhrif og sumir vilja vart "hreyfa" sig í stjórnmálum án þess að gera skoðanakönnun.
Sterk staða Hönnu Birnu í þessari könnun kemur ekki sérstaklega á óvart.
Það sem kemur ef til vill meira á óvart að kaupendur skoðanakönnunarinnar skuli ekki vilja upplýsa hverjir standa að henni.
Undir þeim kringumstæðum vakna vangaveltur um hverjir hafa hag af því að láta gera slíka könnun?
Það fyrsta sem kemur upp í hugann er eðlilega að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi látið gera könnunin. Það er einhvern veginn eðlilegast. En hví skyldu þeir ekki vilja kannast við það?
En hitt kemur líka upp í hugann, að það væru pólítískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins sem hefðu hag af slíkri könnun.
Fátt er betra fyrir stjórnmálaflokka, sérstaklega þá sem standa höllum fæti, en að andstæðingar þeirra berjist innbyrðis og skiptist í fylkingar.
Þegar þessi frétt birtist virðist seinni möguleikinn allt í einu ekki jafn ólíklegur.
En ég hygg að þetta sé afar skynsamleg ákvörðun hjá Hönnu Birnu. Hef enga trú á öðru en að varaformannsembættið verði hennar.
Fleiri kjósa Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er vægast sagt einkennileg hugleiðing hjá þér. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er sá að formaður flokksins hefur ekki lengur traust, eða öllu heldur ekki nógu mikið traunst. Hanna Birna ætti að taka við formennsku á landsfundi, en vill eins og skiljanlegt er, ekki fara í formannsslag. Það eina rétta í stöðunni er að Bjarni víki sjálfviljugur til heilla fyrir flokk og föðurland.
Skúli Víkingsson, 8.2.2013 kl. 21:28
Hvað er svo einkennilegt við þessa hugleiðingu?
Hvaða hagsmunir liggja að baki því að birta þessa könnun sama dag og Hanna Birna lýsir yfir framboði til varaformanns?
Hverjir eru það sem þora ekki að kannast við að hafa staðið fyrir umræddri könnun?
Er það eitthvað til að skammast sín fyrir?
G. Tómas Gunnarsson, 8.2.2013 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.