Setjum ekki umræðuna í hjólför Björns Vals og Lúðvíks Geirssonar

Það er auðvitað sorglegt að heyra að starfsmaður áróðursskrifstofu "Sambandins" á Íslandi hafi með leiðinda frammíköllum komið í veg fyrir að Bjarni Benediktsson hafi getað lokið máli sínu og svarað spurningum á fundi Heimssýnar í Norræna húsinu.

Slík framkoma er hvimleið og engum til framdráttar.  Varpar eingöngu skömm á þann sem ekki getur virt tjáningarfrelsi annara.

Ég er jafnvel enn sorgmæddari yfir því að heyra að stjórnarmaður í Heimssýn, kjósi að leita í smiðju þeirra Björns Vals Gíslasonar og Lúðvíks Geirssonar í tjáningarmáta.  Málið verður enn leiðinlegra þegar hann kann ekki að skammast sín og virðist stoltur af framferðii sínu.

Skoðanir eru eðlilega skiptar og sannleiksgildi fullyrðinga eru eðlilega dregnar í efa.

En ef við getum ekki virt tjáningarfrelsi hvort annars og hlustað á ræður og röksemdir frá andstæðingum okkar, án þess að þurfa að grípa til fíflaláta er illa komið.

Auðvitað má segja að alþingismenn gefi tóninn, en við eigum að hafa skynsemi til að láta þá sem kjósa að dvelja í "forinni" hana eftir, jafnvel þó að það slettist á okkur.

Ekki stökkva niður í "forina" til þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Bretar hræddir um auðæfi sín ESB vill að landgrunnur Bretlands sé þeirra.

Erum við ekki að bíða eftir loforði frá ESB með að fla að halda okkar auðæfum. Sjá viðhengi á grein í bloggi mínu http://skolli.blog.is/blog/skolli/

Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 21:19

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvers virði eru loforð inn í framtíðina?

Hvernig er hægt að gefa frá sér strandveiðiréttinn?

Ef svo illa vildi til að Ísland gengi í "Sambandið" og tæki upp euro, veltum því fyrir okkur.

Hvað svo ef Ísland lendir í efnahagsörðugleikum?  Hvers yrði krafist af þjóðinni til þess að hún fengi aðstoð?  Gætu Íslendingar staðið á móti kröfunum?

EEA/EES samningurinn hefur að ýmsu leiti reynst Íslendingum vel, en hver reyndi að spá fyrir um þróun hans áður en hann var undirritaður?

Enginn?

Íslendingar voru að fá "allt fyrir ekkert".

Þegar hann var undirritaður, reiknuðu margir með því að erlendir bankar myndu koma og starfa á Íslandi.  Engan man ég eftir að hafa talað um að Íslenskir bankar myndu nota samninginn til þess að  að hefja störfellda starfsemi Evrópusambandslöndum.

Margir af þeim sem hæst lofuðu samninginn þá, koma nú og segja að hann sé stórkostlegt og allt of mikið fullveldisframsal.  

Sáu þeir það ekki fyrir, eða blekktu þeir þjóðina við undirskrift?  

Eða er fullveldði þetta "ekkert" sem Íslendingar gáfu eftir?

"Sambandið" er á leið sem erfitt er að gera sér fulla greinn fyrir, en það sem dæma má af því sem er að gerast og hvernig helstu forráðamenn þess tala, er það ferð sem borgar sig ekki að kaupa farmiða í.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2013 kl. 21:31

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er akkúrat það það er engin framtíð fyrir okkur innan ESB framtíðin er þeirra sem ráða. Það verða breytingar á samþykktum og lögum það eitt er víst

Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband