4.2.2013 | 08:53
Fastir fyrir en skynsamir
Mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé skynsamleg ákvörðun hjá Steingrími.
Íslendingar draga úr veiðum sínum í samræmi við heildarkvótann, en gefa ekkert eftir af hlutdeild sinni.
Það er skynsöm afstaða, í samræmi við stöðu Íslands sem ábyrg strandveiðiþjóð.
En auðvitað þarf að stórauka rannsóknir á markrílstofninum í Íslenskri lögsögu og áhrifum hans þar. Á því að síðan að byggja framtíðarkröfur Íslendinga um hlutdeild í veiðum úr stofninum.
Þess vegna eiga Íslendingar ekki að beygja sig í samningaviðræðum, heldur halda fast við kröfur um hlutdeild í samræmi við aukna gengd og fæðisöflun makrílsstofnsins í Íslenskri lögsögu.
Makrílkvótinn 15% minni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.