Gengi krónunnar styrkist á meðal Íslendinga

Það hefur mikið verið barið á krónunni undanfarin ár.  Hlutskipti hennar og hluverk hefur mikið verið rætt og sitt sýnst hverjum.

En eftir alla þessa umræðu þá virðist gengi krónunnar aftur farið að styrkjast á meðal Íslendinga. Líklega hefur hin aukna umræða skilað því.

Reynsla margra Evrópuþjóða, sem hafa tekið upp "erlenda" mynt, hefur líklega sömuleiðis styrkt Íslendinga í þeirri trú að krónan muni vera best sem mælieining um ókomin ár.

Sjálfsagt myndi Árni Páll Árnason, nýkjörinn formaður Samfylkingar halda því fram að hann ætti erfitt með að trúa því að svo stór hluti kjósenda "sé svo skyni skroppinn" eins og fram kemur í þessari könnun.

En kjósendur hafa líklega margir gefist upp á því að trúa á töfralausnir Árna Páls og Samfylkingarinnar.

Ég yrði ekki hissa þó að gengi krónunnar eigi eftir að styrkjast enn frekar á meðal kjósenda. 

 


mbl.is Meirihlutinn styður krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gjaldmiðillinn heitir á ekki að vera það sem fólk sækist eftir, heldur stöðugleiki. Því miður hefur íslenskum ráðamönnum ekki tekist að halda hér stöðugleika í efnahagsmálum í sjálfstæðistíð Íslendinga. Þeir hafa getað hlaupið til með gengið eftir hentugleika, sumum til bjargar en í staðinn komið öðrum, þ.á.m. heimilum landsins í enn meiri vanda.

Að taka þátt í alþjóðlegu myntsamstarfi þýðir auknar kröfur á ráðamenn. Kröfur um stöðguleika í efnahagsmálum. Því miður virðast íslenskir stjórnmálamenn fæstir treysta sér til þess.

Innganga í ESB og upptaka evru myndi þýða að íslenskir ráðamenn geta ekki hagað sér alveg eins og þeim sýnist. Það á ekki þó að þurfa ESB aðild til að íslenskir stjórnmálamenn taki sig á.

Guðmundur (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 10:47

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Myndir þú segja að upptaka euros hafi þýtt það að stjórnmálamenn hafi ekki getað hagað sér eins og þeim sýnist?

Hve lengi höguðu Grískir stjórnmálamenn sér "eins og þeim sýndist"?

Hvernig er með þá Spænsku?  Nú eða þá Portúgölsku? Hvað eru mörg ár síðan Frakkar skiluðu síðast hallalausum fjárlögum?

Hvað var gert þegar Frakkar og Þjóðverjar brutu skilmála gjaldeyrissamstarfsins?

Hvers vegna eykst atvinnuleysi hröðum skrefum í þeim löndum Eurosvæðisins, sem hafa glatað samkeppnishæfi sínu?

Verðbólga og gengisrýrnum eru vissulega óskemmtilegir hlutir, en ég er ekki viss um hvað margir vildu skipta þeim út fyirr 12 til 20% atvinnuleysi.

Auðvitað þurfa Íslenskir stjórnmálamenn að taka sér tak, það gildir reyndar um stjórnmálamenn víðast um lönd.

Kjósendur þurfa líka að taka sér tak.  Þeir eiga ekki að láta stjórnmálamenn telja sér trú um töfralausnir, eða að stjórnálamenn geti boðið upp á þetta eða hitt - alveg ókeypis.

En umræðan og kynning er af hinu góða.  Vegna aukinnar umræður minnkar stuðningur kjósenda við "Sambandsaðild" og vegur krónunnar eykst.

G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2013 kl. 11:18

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Barnaleg spurning og ómarktæk svör.

Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 er gott dæmi um hvernig EKKI á að gera kannanir. Niðurstaðan er sögð vera:

»Alls sögðust 52,6 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi, en 47,4 prósent sögðust ekki vilja krónuna áfram.«

Þar sem »krónan« er bara nafn á gjaldmiðli en ekki nafn á peningastefnu, þá eru svörin marklaus. Alvöru spurningar hefðu til dæmis verið:

1.     Hvort viltu fremur að gjaldmiðill Íslands sé háður »fastgengi« eða »flotgengi« ?

2.     Hvort viltu fremur að peningastefna landsins sé »torgreind peningastefna« (discretionary monetary policy) eða »reglu-bundin peningastefna« (rule-bound monetary policy) ?

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 4.2.2013 kl. 13:10

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt að það má vissulega deila um hvernig staðið er að skoðanakönnunum sem þessari og hvort réttara hefði verið að spyrja með öðrum hætti.

En þessi könnun sýnir þó hvernig kjósendur bregðast við þeim áróðri og þeirri framsetningu að nauðsyn sé að skipta út krónunni og hún sé sjálfstætt vandamál.

Sem betur fer er það svo að fleiri og fleiri sjá í gegnum þann málflutning og því eykst stuðningur við krónuna frá því sem var.

G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2013 kl. 14:00

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er afar skemmtileg fyrirsögn hjá þér.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband