29.1.2013 | 13:50
Franskur ráðherra segir Franska ríkið fallít
Michel Fallon atviinnumálaráðherra Frakka lét þau orð falla í útvarpsviðtali nýlega að.. "Það væri vissulega ríki stil staðar, en það ríki væri gjaldþrota.
Reyndar ekki í fyrsta skipti sem Franskur ráðherra lætur slík orð falla, því Francois Fillon, forsætisráðherra undir stjórn Sarkozy, lét svipuð orð falla fyrir all nokkrum mánuðum.
Það þarf líklega engan að undra að ríkisstjórn Frakklands hefur reynt að tóna ummælin niður og fullyrðir auðvitað að allt sé í stakasta lagi og ríkisstjórnin hafi fullt vald á málunum og allt stefni til betri vegar.
Og auðvitað er það orðum aukið hjá ráðherrunum að Frakkland sé gjaldþrota. Frakkar hafa nefnilega ennþá lánstraust.
Skuldabréfasala þeirra gengur ágætlega og er með lágum vöxtum. En það er auðvitað spurning hve lengi það verður.
En það er ekki nauðsynlega bjart framundan.
Ríki sem hefur skilað fjárlögum sínum í mínus í að verða 40 ár, er ekki í góðum málum. Efnahagurinn staðnaður og samkeppnishæfi landsins hefur látið verulega á sjá.
Franskir bílaframleiðendur fullyrða að kostnaður þeirra sé u.þ.b. 14% hærri en er í Þýskalandi.
Síðan euroið var tekið upp, hefur sú staða sigið niður á við jafnt og þétt. Þannig var viðskiptahalli Frakklands 74 milljarðar euroa árið 2011.
Nú nýverið fór Bretland fram úr Frakklandi sem stærsti einstaki viðskiptaaðili Þýskalands. Það hefur ekki gerst áður.
Atvinnuleysi eykst jafnt og þétt og þjóðfélagslegur órói sömuleiðis. Fjármagnsflutningar hafa sömuleiðis aukist hratt frá landinu.
Frakkland er ekki gjaldþrota, en vandamálin eru ekki við það að fara í burt. Þau verða ekki leyst með "meira af því sama". Þau verða ekki leyst með gamaldgags sósíalískum aðferðum Hollander. Þau verða ekki leyst með sívaxandi skattlagningu á einstaklinga og fyrirtæki.
Ráðherrann gerir þau mistök að segja Franska ríkið fallít. Það er orðum aukið, en hættan er vissulega til staðar.
Og Frakkland er ekkert einsdæmi.
Hér má sjá frétt Figaro um málið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.