Ráðherrar og ríkisstjórn verða dæmd í vor - af kjósendum

Það var hálf aumkunarvert að sjá ráðherra Samfylkingar og Vinstri grænna engjast í fjölmiðlum í gær.

Forsætisráðherrann sem ekki gat látið svo lítið sem að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave, lýsti því yfir að hún hefði alltaf haft trú á málstað Íslands og bað landsmenn að vera ekki að leita að sökudölgum.

Sama ríkisstjórn beitti sér af mikilli hörku í Landsdómsmálinu og kom því svo fyrir með klækjum að Geir Haarde var einn sóttur til saka.   

En nú er engin ástæða til þess að leita að sökudólgum.

En það er full ástæða til þess að skipuð sé nefnd til að fara yfir feril IceSave málsins.  Ekki til þess að draga neinn fyrir dóm, heldur til þess að sannleikurinn eins og mögulegt er komi fram og verði til á einum stað.

Ég hygg að það væri verðugt verkefni fyrir Alþingi að taka það mál upp á arma sína.  En það þarf að passa upp á að núverandi ríkisstjórn raði ekki sínu fólki í nefndina og hreinsi þannig sjálfa sig.

Ég myndi leggja til að Alþingi myndir skipa í nefndina, jafnan fjölda frá stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu og síðan yrði samtökum eins og InDefence og Advice boðið að tilefna sinn hvort fulltrúann.

En hver sem niðurstaðan verður þarf ekki að draga neinn fyrir dómstóla.  Það er ekki með þeim hætti sem pólítísk ábyrgð er borin.

Kjósendur munu dæma ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í vor, ásamt öðrum Íslenskum stjórnmálamönnum.

Þar gefst Íslenskum kjósendum kostur á að dæma um frammistöðu þeirra sem nú sitja og veita þeim brautargengi sem þeir treysta til að gæta hagsmuna sinna.

Þeim dómi verður ekki afrýjað.

Íslenskir kjósendur stóðu fast fyrir í IceSave kosningunum, létu linnulítinn áróður og stórkarlalegar fullyrðingar lítil áhrif á sig hafa.

Ég vona að það sama verði upp á teningnum í vor.

 


mbl.is Icesave aðeins „fótnóta í sögunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er bara ein spurnin hvort að fólk sem kís þetta fólk aftur sé með hugan á réttum stað það efa ég

Jón Sveinsson, 29.1.2013 kl. 16:22

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju þurfa stjórnmálamenn að vera í þessari nefnd?

Væri ekki betra að hafa utan að komandi menn í þessari nefnd og gefa þeim ótæmandi leyfi til að grúska í öllu sem kemur þessu máli við.

Nú ef að þessi nefnd finnur að einhver lög hafi verið brotin, af hverju má ekki sækja viðkomandi til saka?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 17:39

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt að hafa í huga að þó að' Íslenskir kjósendur hafi hafnað IceSave samningunum í tvígang, voru þeir fjölmargir sem greiddu þeim atkvæði sitt.  Þar á meðal stuðningsmenn stjórnarflokkanna.  Þeim fer fækkandi, en flokkarnir eiga enn þó nokkurn stuðning vísan.

Það er engin nauðsyn til að stjórnmálamenn séu í rannsóknarnefnd um IceSave málið.  Þetta er eingöngu hugmynd sem ég henti hér fram.

Ég held að það gæti verið ágætt að stjórnmálaflokkarnir tilnefndu fulltrúa sína í nefndina, það þyrftu ekki að vera alþingismenn.

En málið er og var pólítískt og ég hygg að það væri ágætt ef að nefndin væri að hluta pólítískt skipuð.  Það er enda varla nokkuð annað til í stöðunni en að Alþingi skipi nefndina, eða hvað?

Ef það kæmi í ljós að lögbrot hefðu verið framin, þá hlyti það að fara venjulega saksóknarleið.  Það er hins vegar engin þörf pólítíska dómstóla.

En ég hef ekki trú á því að lög hafi verið brotin.  Pólítísk mistök og röng afstaða geta vissulega verið hvimleitt og jafnvel bakað tjón, en slíkt er ekki refsivert.

Slík mál eru best afgreidd af kjósendum - í kosningum.

G. Tómas Gunnarsson, 29.1.2013 kl. 19:14

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt að það verður kosið í vor - ég ætla að kjósa flokk sem ætlar að 'kíkja í esb pakkann'. hvernig þetta mál leystis skiptir mig ekki máli.

Rafn Guðmundsson, 30.1.2013 kl. 00:52

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það kýs hver og einn eftir eigin sannfæringu.

Það er auðvelt að falla í þá gryfju, eins og Árni Páll, að halda því fram að kjósendur séu skyni skroppnir, ef þeir aðhyllast ekki sömu skoðun og hann.

Það er ekki það sem þörf er á nú.

Það er líka auðvelt að falla í þá gryfju sem Samfylking og Vinstri græn féllu í, að efna til pólítískra réttarhalda og freista þess að taka pólítíska andstæðinga sína af lífi - pólítískt.

Það er heldur ekki það sem er þörf á nú.

Það er þörf að harðri og hreinskiptri umræðu og að stjórnmálamenn tali hreinskilnislega við kjósendur.  Kjósendum er hægt að treysta.

Það sýnir m.a. niðurstaðan í IceSave málinu.  

Það er heldur ekki tilviljun að eftir því sem tíminn líður og umræðanhefur aukist, fækkar þeim Íslendingum sem vilja ganga í "Sambandið".  Þeim fækkar líka sem vilja "kíkja í pakkann".

Þannig virkar lýðræðið best.

G. Tómas Gunnarsson, 30.1.2013 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband