Og "Sambandinu" gefið langt nef?

Fríverslunarsamningur við Kína getur án efa reynst Íslendingum hagstæður.

Þó að velmegun þar sé ekki almenn, er án efa góðir markaðir þar fyrir Íslenskar fiskafurðir og ýmislegt annað. Sivaxandi Kínversk millistétt með vaxandi kaupmátt er líkleg til að taka Íslenskum framleiðsluvörum vel.

Ekki þarf að efa að Svisslendingar hugsa sér sömuleiðis gott til glóðarinnar að geta hugsanlega skapað sér örlítið forskot á þessum vaxandi markaði, gegn sínum helstu samkeppnisþjóðum, s.s. Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu, svo nokkur séu nefnd.

En það er nokkuð merkilegt að ríkisstjórn Íslands skuli vera að leggja mikla vinnu í að klára fríverslunarsamning við Kína, og enn ótrúlegra ef satt er að Jóhanna Sigurðardóttir fyrirhugi að skella sér til Kína til að undirrita samninginn.

Nú gera sér líklega flestir grein fyrir að slíkir samningar falla niður, ef svo færi að Ísland gengi í Evrópusambandið.  

Og sama ríkisstjórnin er að klára fríverslunarsamning við Kína og stendur í aðlögunarviðræðum "Sambandið".

Samt geta hvorutveggja ekki lifað.

Eru ríkisstjórnin að gefa "Sambandinu" langt nef?  Eða er hún að fifla Kína til að gera fríverslunarsamning sem ekki myndi endast nema í örstuttan tíma?

Ef til vill gerir hún sér grein fyrir því að "Sambandsumsóknin" er því sem næst dauð.  Ef til vill gerir hún sér grein fyrir því að líkurnar á því að samningur við "Sambandið" yrði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu eru hverfandi.

Því sé best að halda áfram með fríverslunarsamning við Kína.

En eins og oft áður er ekki hægt að segja að gjörðir ríkisstjórnarinnar séu alfarið í rökréttu samhengi.

 


mbl.is Kapphlaup um fríverslun við Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband