Aukast viðskipti á milli ríkja sem hafa sama gjaldmiðil?

Ein af möntrum þeirra sem telja nauðsynlegt að taka upp euro, er að milliríkjavíðskipti aukist mikið við að þjóðir hafi sama gjaldmðil, vegna þess að áhætta og kostnaður minnki.

Það er auðvitað rétt að það er til bóta að kostnaður af viðskiptum minnki og gengisáhætta hverfi.  Því neita líklega fáir.  En það eru margir aðrir liðir í jöfnunni sem skipta jafn miklu ef ekki meira máli.  Stærstur þeirra er líklega beinn kostnaður eða verð.

Það getur því farið svo að viðskipti þjóða sem eiga tollalaus viðskipti og eru með sama gjaldmiðil, standi í stað eða minnki.  Það er meira að segja mjög líklegt að það gerist ef kostnaðarliðir annars ríkisins fara verulega fram úr hinu ríkinu.

Það er það sem er að gerast á Eurosvæðinu í dag.

Í fyrsta sinn er Bretland orðin stærri viðkiptaaðili Þýskalands heldur en Frakkland.

Viðskipti Bretlands og Þýskalands aukast býsna hratt, en Þýsk/Frönsk viðskipti staðna.  Sameiginlegur gjaldmiðill virðist ekki færa Frökkum aukin viðskipti

Það sem meira er Bandaríkin og Kína sækja þar sömuleiðis verulega á.

Hlutur Eurosvæðisins í utanríkisviðskiptum Þýskalands hefur fallið úr 46% niður í 37% síðan euroið kom til sögunnar.

Viðskiptaafgangur Þýskalands gagnvart Bretlandi hefur heldur dregist saman, á meðan hann jókst um 13% gagnvart Frakklandi á síðasta ári og er líklega um 50% hærri en gagnvart Bretlandi.

Hvers vegna?

Líklegasta skýringin er sú að í raun er gjaldmiðill Þýskland of lágt skráður, en gengi gjaldmiðls Frakklands er alltof of hátt skráð.  Gengi pundsins er líklega heldur hátt sömuleiðis.

Vandamálið er Frakkland og Þýskaland hafa sama gjaldmiðilinn, þannig að þar getur gengið ekkert breyst.

Kostnaðarhækkanir Franskra fyrirtækja hafa verið mun hærri en Þýskra.

Frakklands bíður því ef ekkert breytist, að fara "Grísku leiðina", skera niður ríkisútgjöld, skera niður réttindi, lækka laun, hækka skatta,  o.s.frv. 

Þeir eru ekki margir sem hafa trú á sósíalista á við Hollande til þess verks.  Ja, nema að hækka skatta auðvitað.

Þessar staðreyndir eru rót þess að Merkel fer strax að tala um að eitthvað verði hægt að gera fyrir Bretland, því hún vilji umfram allt halda þeim í "Sambandinu".  Ef Bretland hyrfi úr "Sambandinu", ykist vægi "Suðurríkjanna" með Frakkland í fararbroddi svo um munar.

Það gæti gert veru "Norðurríkjanna" í "Sambandinu" nær óbærilega, jafnvel svo að það brotnaði frekar upp.

Allt tal um töfralausnir sem "Sambandsaðild" eða upptaka euros sé, er auðvitað rangt, það sjá líklega flestir.

Hins vegar er fríverslun gríðarleg mikilvæg og ættu Íslendingar að leggja aðildarviðræður að "Sambandinu" til hliðar en leggja þeim mun meiri áherslu á friverslunarviðræður við önnur ríki.  Það er betra veganesti til framtíðar. 

 

Tölulegar staðreyndir í þessari færslu eru fengnar héðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband