Vantar að ræða "Sambandið eins og það er, ekki Evrópu - Meiri þörf á áróðurskrifstofu í "Sambandinu" sjálfu en á Íslandi?

Það er ef til vill ekki nema von að rúmlega helmingur Íslendinga telji sig ekki vel upplýsa um "Evrópumál".  Hvað er "Evrópumál"?

Þegar fjölmiðlar, margir stjórnmála- og fræðimenn taka sig saman og rugla hugtökum og skilgreiningum er ekki von á góðu.

Á Íslandi er ekki verið að ræða um aðild að Evrópu.

Á Íslandi er ekki mikið rætt um "Evrópumál".

Það er heldur engin sérstök ástæða til þess.  "Evrópumál" ættu ekki að vera fyrirferðarmikil í umræðunni..

Á Íslandi (og víðar í Evrópu) eru Evrópusambandsmál nokkuð mikið hitamál og skeggrætt af kappi um aðild og efnahagsvandræði Evrópusambandsins.  Þá umræðu má auka, það er einungis af hinu góða.

En Evrópusambandið er ekki Evrópa og engin rök hníga til þess að setja sama sem merki þar á milli. Evrópusambandsmál eru ekki Evrópumál.  Áróðursskrifstofa Evrópusambandsins á Íslandi er ekki að reka áróður fyrir Evrópu, heldur "Sambandinu" sjálfu.

En með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð sjálfa könnunina þá þykir mér sérstaklega athyglivert að hærra hlutfall Íslendinga telja sig nokkuð vel upplýsta um "Sambandið" heldur en þeir sem búa í löndum "Sambandsins".  Það bendir ef til vill til þess að meiri þörf sé á að auka áróðurinn í "Sambandslöndunum", en að verja peningunum til undir- og áróðursstarfsemi á Íslandi.

En það er fyrst og fremst þörf á því að ræða frekar Evrópusambandið eins og það er og hvert það stefnir.  Ekki að halda langar ræður um hvers konar "Samband" á að búa til handa Íslendingum með ótrúlegum undanþágum frá sáttmálum "Sambandsins".

Það er þörf fyrir að ræða hvort að Íslendingar hafa áhuga fyrir því að verða hérað í því stórríki "Sambandsins" sem margir af forystumönnum þess tala nú fjálglega um.

Hvað hefði þátttaka í slíku stórríki í för með sér fyrir Íslendinga?

En hvort sem að Íslendingar telja þörf á því að umræða og kynning  á "Sambandinu" sé aukin á Ísland, eðu ei, ættu þeir að sammælast um eitt.

Kynning og barátta fyrir "Já" og "Nei" málstað á Íslandi, ætti að vera í höndum Íslendinga sjálfra og fyrir þeirra eigið fé.

Íslendingar eru fullfærir um að kynna sítt hvorn málstaðinn fyrir eigin þjóð.

Þess vegna ættu þeir að sammælast um að fara þess á leit við "Sambandið" að áróðursskrifstofu þess á Íslandi verði lokað.

Ákvörðunin um hvort að Ísland verði aðili að "Sambandinu" er Íslendinga einna, baráttan og kynningin fyrir þær kosningar ættu sömuleiðis að vera það.

Umfram allt ættu Íslendingar ekkki að sætta sig við að erlent ríkjasamband stundi áróður í landinu í aðdraganda Alþingiskosninga, með stefnu sumra stjórnmálaflokka en gegn annarra.

Það er óþolandi afskipti af innanríkismálum Íslendinga.

 

 

 


mbl.is 56% telja sig illa upplýst um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rétt algjörlega sammála bæði hvað varðar Evrópu og evrópumsambandsmál og áróður erlendra afla með sumum flokkum á kostnað annara.  Það er óþolandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 16:39

2 identicon

"En með þeim fyrirvara að ég hef ekki séð sjálfa könnunina þá þykir mér sérstaklega athyglivert að hærra hlutfall Íslendinga telja sig nokkuð vel upplýsta um "Sambandið" heldur en þeir sem búa í löndum "Sambandsins". "

Þetta er nú ekki alls kostar rétt. T.d. í Danmörku, þar sem ég þekki til er meirihluti þjóðarinnar á móti ESB sem slíku. Þar er í gangi mikið upplýstari umræða um ESB-mál, einfaldlega vegna þess að Danir hafa mátt þola yfirgang sambandsins á eigin skinni. En í Danmörku eins og hér á landi þekkja ESB-andstæðingar vel muninn á fagurgala stjórnmála- og embættismanna og raunveruleikanum. Og það gerir brezkur almenningur líka. Hins vegar veit ég minna um umræðuhefð í öðrum ESB-löndum, nema hvað Þjóðverjar eru hæstánægðir með sambandið, enda vanir foringjaræði frá upphafi alda.

Ég hef rekið mig á það, að Íslendingar, sem segist ekki vita mikið um ESB-mál, séu oft hlynntir aðild. (Á sama hátt og þeir sem kváðust vita lítið um IceSave voru yfirleitt hlynntir ríkisábyrgð). Það gefur ýmislegt til kynna.

Pétur (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 23:52

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er vísu erfitt að dæma sjálfur hvort að maður sé vel að sér um eitthvað eður ei?  Við hvað á að miða? 

En könnunin virðist þó leiða í ljós að Íslendingar telja sig almennt þekkja betur til "Sambandsins" heldur en þeir sem búa í "Sambandinu".  En það er rétt hjá Pétri að andstaða við "Sambandið" hefur vaxið verulega víða um lönd undanfarin ár.

En mér hefur fundist í þeim löndum sem ég hef búið í að áhugi á þjóð- og alþjóðamálum og stjórmálum almennt sé mun meiri á Íslandi heldur en víðast annarsstaðar.  Ég hef þó ekki gert neinar vísindalegar rannsóknir í þá veru.

G. Tómas Gunnarsson, 17.1.2013 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband