Hin stóru pólítísku mistök - Valdníðsla af "dýrari gerðinni"

Það sést æ betur hve hrapaleg pólítísk mistök það var hjá ríkisstjórn Samyfylkingar og Vinstri grænna að setja aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samfylkiing og Vinstri græn, ásamt Guðmundi Steingrímssyni og Siv Fríðleifsdóttur, felldu tillögu þess efnis á Alþingi og höfnuðu þannig að reyna að byggja nokkra sátt um málið.

Reyndar er það nokkuð í stíl við pólítíska leiðsögn ríkisstjórnarinnar, sem að stórum hluta hefur falist í klækjum og krepptum hnefa.

Auðvitað hefði þjóðarakvæðagreiðsla verið það eina rökrétta í svo umdeildu máli.  Fá áliti kjósenda og vinna eftir því.  Hefði aðild verið felld, hefði ekki þurft að eyða frekar kröftum í það mál, en hefði það verið samþykkt, hefði umsóknin verið sterkari og umboð Íslensku samninganefndarinn mun öflugra.

En það skorti pólítíkskt hugrekki hjá Samfylkingunni og Vinstri grænum.  Ríkisstjórnin þorði ekki að leggja málið í dóm kjósenda.  Hún óttaðist niðurstöðuna og sitt eigið líf, hefði nei komið úr kjörkössunum.

Einhverjum stjórnarþingmönnum má ef til vill vorkenna.  Þeir hafi trúað því sem þeim var sagt.  Þeir hafi ef til vill trúað því að þetta væri ekki nema smá mál sem nætti afgreiða á innan við 2. árum og svo yrði málið sett í hendur kjósenda.

Þeim sem hafa gaumgæft málið, hlýtur þó fljótt að hafa orðið ljóst að það væri nær engir möguleikar á því að ríki hlyti aðild að "Sambandinu" á örfáum misserum og í raun engar líkur á því að Íslandi tækist slíkt.  En áfram var haldið.

Þess vegna er málið komið í hina ankannalegu stöðu sem það er nú, þegar búinn er til moðsuða þannig að báðir stjórnarflokkarnir geti í pólítískum spuna reynt að halda andlitinu.

Þess vegna er svo komið að ríkisstjórnarflokkarnir beita fyrir sig valdníðslu af "dýrari gerðinni" til að koma í veg fyrir að fundur sé haldinn í Utanríkismálanefnd, þangað til þeim hefur gefist tóm til að sparka út fulltrúa sínum í nefndinni og kjósa annan taumhlýðnari.

Kjósendur bíða hins vegar eftir því að geta greitt atkvæði.

Margir þeirra myndu eflaust vilja kjósa um aðild, eða viðræður við Evrópusambandið, en biðin er líklega frekar eftir því að geta kosið nýja fulltrúa á Alþingi og gefið  núverandi stjórnarflokkum einkunn.

"Miðsvetrareinkunnirnar" sem hafa verið að birtast hafa ekki verið glæsilegar, en það er eingöngu einkunnin í vor sem telur.

 

 


mbl.is „Þarf að leita til þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Reyndar er það alvarlegasta í þessu máli öllu að meðan Steingrímur og klíkan hans æpti í kosningabaráttunni um ekkert ESB og engan AGS, voru þau búin að gera sáttmála við Samfylkinguna um að sækja um ESB, þetta sagði Atli Gíslason og ég trúi honum, og hann sagði að það hefði verið gert af innstu klíku VG og hann og fleiri ekki látnir vita.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 11:07

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Því á ég auðvelt með að trúa, þó að erfitt sé að fullyrða um slíkt.

En því miður hefur núverandi ríkisstjórn, eins og ég segi í pistlinum nýtt sér klæki og kreppta hnefa í hinni pólítísku leiðsögn þjóðarinnar.

Þess vegna er staða hennar nú, eins og raun ber vitni.

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2013 kl. 11:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já rétt er það.  Ég hlustaði á Atla Gíslason segja þetta, man bara ekki á hvaða vettvangi það var.  Ef til vill þegar hann sagði sig úr VG.  þykir það líklegt.  Það væri gaman að finna þá ræðu hans. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband