Atvinnuleysi, upplausn og áframhaldandi erfiðleikar

Þeir koma nú fram hver á fætur öðrum, forráðamenn "Sambandsins" og lýsa því yfir að það versta sé afstaðið.  Barros, Van Rompuy og svo bergmálar það á Íslandi hjá "Sambandssinnunum".  Það er engu líkara en nú sé allt í himnalagi.

En svcna hefur það verið í nokkur ár.  "Sambandið" er alltaf að komast yfir það versta og hver neyðarfunndurinn á fætur öðrum, tekur "tímamótaákvarðanir!.  

Yfirleitt bergmála þessar yfirlýsingar svo á Íslandi og allir brosa, fagna og segja Íslendingum að hamingjan eigi lögheimili í Evrópusambandinu.

Það er hins vegar ekki mikil hamingja fólgin í  atvinnuleysistölum af Eurosvæðinu og Evrópusambandsins.  Atvinuleysi eykst mánuð eftir mánuð, sérstaklega er ástandið erfitt hjá ungu fólki.  Það er talað um að heil kynslóð hafi verið "dæmd úr leik" hjá þjóðum eins og Spáni og Grikklandi.  En þrátt fyrir það telja leiðtogarnir að það versta sé yfirstaðið.

En það er ekki bara að fólki fjölgi á ativnnuleysiskrá.  Þeim fjölgar sömuleiðis hratt sem hafa dottið út af henni og eiga fáar bjargir.  Það er þess vegna sem Rauði krossinn undirbýr umfangsmikla aðstoð í suðurhluta Evrópu.  En það skyggir ekki á gleði leitogana yfir því að það versta sé afstaðið.

Einhver stærsta hættan sem blasir við ríkjum s.s. Grikklandi og Spáni er upplausn.  Og gangi þær hækkanir á matvælaverði sem margir spá nú, eftir á árinu er hætt við að ástandið þar verði ógnvænlegt.

Þjóðir sem búa við allt of sterkan gjaldmiðil og styrkja þannig innflutning um leið og þær berja niður innlenda framleiðslu hafa ekki góð svör við vandanum.  Leiðin sem þeim stendur opin er að skera sífellt meira niður, lækka laun o.s.frv.  

Hjá þeim er lítil viðspyrna og það versta líklega langt í frá afstaðið.  

En útsýnið frá Brussel er annað.

 


mbl.is Aldrei fleiri án vinnu á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband