Ímyndarherferð Alþingis?

Þingmaður Samfylkingarinnar hreytir ónotum í biskupinn og þjóðkirkjuna og þingmaður Vinstri grænna kallar forsetann bjána.

Líklega er þetta allt liður í herferð ríkisstjornarinnar til þess að hressa upp á ímynd Alþingis og auka og endurheimta traust á þingi og þingmönnum.

Líklega telja stjórnarflokkarnir þetta lyfta Íslensku stjórnmálalífi í huga almennings.


mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já asnaeyrun vaxa hratt á ríkisstjórninni og hennar pótintátum þessa dagana.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 18:43

2 identicon

Ekki er langt síðan þessi sami þingmaður kallaði manninn sem fer með æðsta embætti þjóðarinnar fyrir ræfil, núna bjána.

Guði sé lof að þetta "skoffín" er að detta út af þingi. Ég mæli með því að einhver sálfræðikandidat geri doktorsritgerð um manninn Einkuninn Hlýtur að verða 10+ Prófessor um leið í greininni...

jóhanna (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 18:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst líka þeir setja niður sem mæla þessum ummælum bót af eintómri heift út í forsetann.  Mér ofbýður hreinlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.1.2013 kl. 20:16

4 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Sitt sýnist hverjum um þingmenn okkar og er það hið besta mál. Það eru orðalepparnir sem betra væri að velja af kostgæfni. Sumir sem fordæma Björn Val, viðhafa ýmis ljót uppnefni á hann. Hvað segir það um þá vammlausu ofanígefendur ?

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 6.1.2013 kl. 00:11

5 identicon

Við erum öll fíbbbbl og fávitar

Ólafía Ragna Grimsen (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 03:30

6 identicon

Björn Valur er helsti málsvari sægreifi og hann vill með öllu móti tryggja að kvótinn fari aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ætli hann sé nú á prósentum?

Til varnar lýðræðinu! (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 06:12

7 identicon

Valdnýðslan og þjóðhættulegt lýðræðishatrið gneistar af þessum fasíska manni sem vill umfram allt meiri völd, meiri völd, meiri völd, fyrir hann sjálfan, eins innréttaður og gengjaleiðtogar, einræðisherrar og aðrir lýðræðis-nýðingar.

Stöndum með forsetanum og okkur sjálfum! (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 06:24

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þakka athugasemdirnar.

Í daglegu lífi jafnt sem stjórnmálum, vinnu, eða bara í fjölskylduboði, hittum við fólk sem við kunnum misjafnlega við og höfum misjafnt álit á.  Þannig er lífið og ég hygg að það verði seint breyting á því.

En það er áríðandi að við reynum að sýna hvort öðru lágmarks kurteisi og forðumst uppnefni og ljótan munnsöfnuð.  Stjórnmál og þjóðmálaumræða eru þar ekki undanskilin og ef til vill mætti segja að slíkt sé meira áríðandi þar en víðast annars staðar.

Því miður virðist þeirri skoðun hafa vaxið nokkuð fiskur um hrygg á undanförnum árum að þeir tali best um viðhafi stærstu orðin og slái um sig með blótsyrðum og uppnefnum.  Það er vissulega miður.

Líklegast er engin okkar saklaus í þessum efnum, stundum hef ég staðið sjálfan mig að slíku framferði, sérstaklega í þrengri hópi.

En ég reynt að venja mig af slíku og sérstaklega reyni ég að halda mig frá slíku hér á blogginu sem er öllum opið.   

Mér finnst það ekki viðeigandi og í raun skemma það sem ég set fram.

En auðvitað eigum við að gera meiri kröfur til atvinnustjórnmálamanna en annarra, launin þeirra eru jú greidd af skattfé Íslendinga.  Þeir eru í vinnu hjá kjósendum.

Stundum velti ég því fyrir mér hvenær setning á við,  ég er þeirrar skoðunar að hæstvirtur ráðherra sé bjáni, heyrist úr ræðustól Alþingis.  Ég vona þó að það verði aldrei.

G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 07:16

9 identicon

Ég var á sjó í 5 ár og finnst sem ég hafi aldrei jafnað mig á öllum veltingnum.......

GB (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 10:04

10 identicon

Þetta heyrðist einu sinnu úr ræðustóli alþingins. Berð þú mikla virðingu fyrir mönnum sem tala svona, G. Tómas Gunnarsson ?

  • „Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram. ( Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli.“
13. febrúar 1992 — Um Davíð Oddsson, „Ræða Ólafs á Alþingi“. Sótt 11. desember 2005.

maggi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 13:18

11 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega hafði ég ekki mikið álit á Ólafi Ragnari sem þingmanni og ráðherra.  Greiddi honum, eða flokki hans aldrei atkvæði mitt.

Ég hafði engan áhuga á því að hann yrði forseti árið 1996 og studdi hann í engum forsetakosningum, fyrr en nú í sumar.

Það var ekki vegna þess að ég væri mótfallinn því að skipta um forseta, öðru nær, ég hefði talið það fyllilega tímabært og eftrisóknarvert.

En ég sá enga ástæðu til þess að skipta um forseta, aðeins til þess að skipta, eða jafnvel að taka lakari kost, aðeins til þess að skipt yrði.

Því greiddi ég Ólafi Ragnari atkvæð mitt, og hvatti aðra til þess að gera slíkt hið sama.

Í nær öllum kosningum sem ég hef tekið þátt í hef ég beitt svipuðum aðferðum.  Ég hef sjaldnast verið 100% ánægður með þá kosti sem hafa verið í boði.  Þá kýs ég þann kost sem mér þykir ásættanlegur, eða skástur.   Flóknara er það ekki.

Hitt er svo að þó að ég beri ekki mikla virðingu fyrir ýmsum sem ég hef fyrirhitt, nú eða ýmsum þeim sem starfa í Íslenskum stjórnmálum, þá er sjálfsagt að reyna að sýna þeim lágmarkskurteisi.

Þó hef ég án efa stundum orðið orðljótari en efni standa til.  En hitt ber líka að hafa í huga að við hljótum að gera meiri kröfur til þeirra sem standa í framlínu stjórnmálanna og hafa af þeim atvinnu, eru kjörnir og launaðir af almenningi, en annarra, jafnvel þó að þeir tjái sig opinberlega.

G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 15:50

12 identicon

Eigum við að gera minni kröfur til forsetans en þingmanna ? Það er örugglega hægt að draga upp langan slóða af dónaskap Ólafs Ragnars í gegnum tíðina.
Uppskera menn ekki bara eins og þeir sá í þessum efnum sem öðrum ?

Ólafur Ragnar Grímsson er og hefur aldrei verið sérstaklega þekktur fyrir kurteisi í garð annarra.

maggi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 15:59

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nefndu þá dæmi um slíkt sem hann hefur viðhaft sem forseti.  Þetta sem þú vísaðir í hér að ofan sagði hann sem þingmaður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.1.2013 kl. 16:05

14 identicon

Þær glósur sem Ólafur Ragnar Grímsson sendir mönnum eru margar óvanalega persónulegar og ómálefnalegar með endemum. Þessu hafa t.d. margir framsóknarmenn fengið að kynnast. Í viðtali við Stöð tvö í apríl í fyrra sagði Ólafur að Halldór Ásgrímsson hefði "svikið þjóðina". Ætli hægt sé að bera öllu alvarlegri sakir á stjórnmálamann en að hann hafi svikið þjóð sína? Í febrúar 1991 gagnrýndi Ríkisendurskoðun harðlega aðferðir Ólafs Ragnars við sölu hlutabréfa í Þormóði ramma hf. Páll Pétursson leyfði sér að taka undir ýmislegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Um það sagði Ólafur Ragnar m.a. á Alþingi: "Þá er nú orðið fátt um góð rök í búinu á Höllustöðum þegar rógurinn úr Húnavatnssýslu er það eina sem menn hafa fram að færa." (Fyrir Ólafi er greinilega til sérstakt hugtak, "rógurinn í Húavatnssýslu"!). Var furða þótt Páll segði um svör Ólafs Ragnars að hann hefði þekkt Ólaf í 20 ár og væri orðinn "þaulvanur að hlusta á ósannindin í honum"? (Um þetta geta menn lesið í Alþingistíðindum 1990­91, B3295 og B3308). Hér er vert að hafa í huga, að Páll var ekki stjórnarandstæðingur að reyna að koma höggi á ráðherra, heldur formaður þingflokks eins stjórnarflokksins, sem var nóg boðið.

Fleiri kveðjur

Forystumenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hafa auðvitað einnig fengið yfir sig dembuna frá Ólafi Ragnari. Þorsteini Pálssyni lýsti hann t.d. þannig, að "lengi gæti smátt smækkað". Í ræðu á Alþingi í október 1987 lét Ólafur þess getið, að vegna söluskatts sem hér var á matvælum væri formaður Alþýðuflokksins, "brennimerktur maður" í augum almennings. Síðar varð Ólafur sjálfur fjármálaráðherra, sat sem slíkur í rúm tvö ár og hreyfði ekki við matarskattinum. Enginn pólitískra andstæðinga hans lagðist hins vegar svo lágt að kalla Ólaf "brennimerktan mann".

maggi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 16:15

15 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvert "maggi" stefnir með þessari umræðu.  Einna helst er skilningur minn sá að vegna þess hvernig Ólafur Ragnar hagaði sér sem þingmaður, sé sjálfsagt að hann sé kallaður "forsetabjáninn" o.s.frv.

Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig og á jafnan rétt eins og önnur sjónarmið.

En persónulega finnst mér talsmáti af þessu tagi ekki eiga rétt á sér og ekki vera neinum til framdráttar.  Ég mæli heldur ekki með því að þingmenn labbi fram hjá ræðustól þingsins haldandi á spjöldum.  

Það er óþarfi að undrast að þingið og þingmenn njóti lítils traust og virðingar þegar slíkt framferði viðgengst, hvað þá ef það þykir sjálfsagt.

Mér finnst sömuleiðis alger óþarfi og ekki virðingarauki af því að fara að hnýta í hina opinbera kirkju (sem meirihluti kjósenda vill hafa í stjórnarskrá) þó hún hyggist safna fyrir Landspítalann.

Sjálfur tilheyri ég engri kirkju og hef ekki gert langa hríð, en það er mér síst á móti skapi að þær láti eitthvað gott af sér leiða.   Það er sitthvað annað sem má finna að þeirri starfsemi, en það þýðir ekki að þeim sé alls varnað.

G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 17:50

16 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér má bæta því við að ég hef aldrei heyrt um þetta skot Ólafs Ragnars á Halldór Ásgrímsson í fyrra. 

Ég vildi gjarna heyra meira af því og af hvað tilefni/í tengslum við hvaða mál hann bar þessar sakir á Halldór.

Ég reyndi aðeins að  googla þetta, en fann ekkert.  Hlekkur á þetta væri vel þeginn.

G. Tómas Gunnarsson, 6.1.2013 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband