4.1.2013 | 16:42
Á ríkisstjórnin fylgi Bjartrar framtíðar?
Það eru líklega ekki margir sem hafa fallið hraðar undanfarin fjögur ár, en Vinstri græn. Það er helst Baumgartner sem kemur upp í hugann.
Að vera orðin 5. stærsti flokkurinn á Íslandi er varla það sem lagt hefur verið upp með í þeim herbúðum. Stundum mætti þó halda að vísvitandi væri stefnt á þessa niðurstöðu, þannig hefur framgangan verið.
Þó að vissulega verði að hafa í huga að hér er aðeins um að ræða skoðanakönnun, eru vísbendingarnar sem felast í þessari verulega athygliverðar.
En það sem helst vekur athygli í þessari könnun er umtalsvert stökk Bjartrar framtíðar og hræðileg staða núverandi ríkisstjórnar.
Björt framtíð virðist ná til sín miklu óánægjufylgi á hinum fljótandi vinstri væng Íslenskra stjórnmála. Ef flokkurinn nær þessum árangri í kosningum verður það verulega eftirtektarverður árangur.
Þessi flokkur sem Jóhanna Sigurðardóttir segist ekki sjá nein mun á og Samfylkingunni, virðist þannig ná að soga til sín stóran hluta þess fylgis sem ríkisstjórnarflokkarnir eru að missa. Ekki allt, en stóran hluta. Það er því ef til vill ekki að undra að Samfylkingin horfi vonaraugum á Bjarta framtíð til að styrkja núverandi ríkisstjórn, rétt eins og Jóhanna Sigurðardóttir lýsti yfir í Kryddsíldinni. Samfylkingin með 2. smærri flokka með sér í ríkisstjórn, teldi sig hafa tögl og hagldir í slíku samstarfi.
En ef til vill þarf ekki að undra þó að Björt framtíð taki fylgi frá Samfylkingunni eins og sá flokkur hefur verið í herferðum að ýta frá sér atkvæðum undanfarnar vikur. Það er mín spá að sá flótti muni aðeins aukast verði Guðbjartur kjörinn formaður, en Árni Páll myndi líklega ná að stemma þá á að ósi og snúa vörn í sökn.
En eins og ég hef áður sagt frá, er altalað að stjórnarmaður í Bjartri framtíð, vinni að kjöri Árna Páls.
Að öðru leyti staðfestir þessi könnun sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins, einnig það að Framsóknarflokkurinn heldur sjó, en er ekki að ná því að koma sínum málum og frambjóðendum á framfæri við kjósendur, alla vegna ekki svo að það skili atkvæðum.
Nýju flokkarnir eru svo ekki að ná árangri, að Bjartri framtíð undanskilinni. Samstaða (rís illa undir nafni), Dögun (ekki eins og að sólin sé að koma upp þar) og Hægri grænir eru ekki að ná árangri sem dugir. Slíkir flokkar þrífast oftar en ekki á óánægjufylgi og þar virðist Björt framtíð ná góðum árangri, merkilegt nokk með því að líma sig nokkuð fasta við ríkjandi ríkisstjórn. Líklega telst það nokkuð nýmæli.
Björt framtíð eykur fylgi sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef þá kenningu helst, að Björt Framtíð sé að taka til sín fylgi S, eitthvað af D & *kannski* VG, vegna þess að þar er fólk sem 1: *er á þingi*, 2: fólk þekkir og telur sig vita hvar stendur 3: er vitað mál að er ekki að fara að gera neitt nýtt.
Vegna þess að fólk er ekki nýungagjarnt. Það fer ekkert að kjósa eitthvað annað en venjulega, og hey, BF er bara ekkert nýtt.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.1.2013 kl. 17:25
Er það virkilega enginn sem að sér það að Björt Framtíð er ekkert annað en útibú frá samfylkingunni og eingöngu sett á svið til að ná tapgenginu frá SF, BF mun síðan sameinast SF eftir kosningar. Svik og fals er jú aðalsmerki Samfylkingarinnar eins og allir vita þannig að það ætti ekki að koma neinum á óvart.
þórður G. Sigfriðsson (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.