Ólafur Ragnar hafnar "Sambandinu" og stefnu ríkisstjórnarinnar

Það er að mörgu leyti skringileg staða sem Ísland og íslendingar finna sig í þessa dagana, það er að segja í utanríkismálum.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu.  Forseti landsins talar gegn aðild landsins í fjölmiðlum, jafnt innlendum sem alþjóðlegum.  Meirihluti Íslendinga gefur sömuleiðis upp í skoðanakönnunum að þeir kæri sig ekki um aðild að "Sambandinu".  Nýlegar skoðanakannanir hafa gefið þá niðurstöðu að meirihluti Íslendinga vilji draga aðildarumsóknina til baka.

Ég held að það sé rétt hjá Ólafi Ragnari að afstaða hans til Evrópusambandsins og IceSave hafi líklega verið það sem tryggði honum endurkjör.  Það var í það minnsta ástæða þess að ég kaus hann og hvatti aðra til að gera hið sama.

Ólafur Ragnar hefur fundið sig æ betur í sviðsljósinu, og æ fleiri virðast líta á hann sem hinn raunverulega landsstjórnenda Íslands, alla vegna erlendis.  Hann hefur verið duglegur að nýta sér það tómarúm í alþjóðamálum, sem óburðugur, mannfælinn og óframfærinn forsætisráðherra Íslendinga hefur skilið eftir á undanförnum árum.

En það sjá allir að utanríkisstefna núverandi ríkisstjórnar, þar sem hornsteinninn er aðildarumsókn að Evrópusambandinu er komin í veruleg vandræði.  Ríkisstjórnin þyrfti í raun að taka af skarið og gera öllum það ljóst, hverjir það eru sem móta utanríkisstefnu Íslands og hverjir tala fyrir henni.  Mér þykir þó ekki líklegt að af því verði.

En hitt er líka ljóst að þegar Ólafur Ragnar talar með þessum hætti, vekur það athygli víða um lönd - einning á meðal forsvarsmanna "Sambandsins".

Í mínum huga sannast það enn og aftur að stærstu pólítísku mistökin sem ríkisstjórnin gerði, var að leggja slíka ofuráherslu á "Sambandsaðildina" og keyra hana af stað með því offorsi sem hún gerði. 

Hversu mikið sterkari væri staða ríkisstjórnarinnar ef haldin hefði verið þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja ætti um eður ei.

Hversu sterkari væri umsóknin og ferlið allt, ef slík umsókn hefði verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En til þess hafði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ekki pólítískt hugrekki.  Þann lýðræðislega kost þorði hún ekki að gefa þjóðinni.

Líklega ekki hvað síst vegna þess, að hefði umsóknin verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, er líklegt að ríkisstjórnin hefði sprungið.

En þjóðin mun fella sinn lýðræðislega dóm í vor.  Sá réttur verður ekki frá henni tekinn.


mbl.is Ísland í betri stöðu utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eins og ORG var kosinn forseti með minna en 50% fylgi þá er ég viss uma að það séu minna en 50% sem eru á móti ESB. og ekki skal gleyma að það voru NEI sinnar sem ýttu ORG í endurkjör.

Rafn Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 23:00

2 identicon

Það er eitthvað virkilega bogið við þjóðir þar sem forsetaefni fær meira en 50% atkvæða. Í slíku heilaþvottssamfélagi einsleitra skoðanna þar sem allir æpa "Heil!" og "Amen!" á eftir efninu ætti lýðræðið enga möguleika. Helsti óvinur Íslands er hvorki rauður né blár, nei eða já, xD eða xS, heldur fábreyttar, innræktaðar skoðanir komnar til að heilaþvotti sem liðið lepur upp úr heimspressunni gegnum sjónvarpsstöðvarnar og fábreyttan kunningjahópinn. Þessi einsleitni í hugsun getur gengið að Íslandi og íslenskri þjóð dauðu. Og þessi einsleitni er ennþá meiri í röðum Samfylkingarmanna en nokkurs annars stjórnmálaflokks. Rafn Guðmundsson er ágætt dæmi um þessa einsleitni. Eins og fasista er siður skiptir hann fólki í tvo meginflokka, "okkur" og "hina", "nei" og "já". Þvílíkur endemis fáviti! Svona menn eru óvinir Íslands. Þeir hafa fjölbreytnina, vilja ekki sjá hana og loka augunum fyrir henni.

Burst through (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 07:32

3 identicon

Legg til að verði menn eins og Rafn mikið fleiri hér á landi verði íslenskan lögð niður sem tungumál og jarm tekið upp í hennar stað. Mannamáli er sóað á svona hillbilly kvikindi og fasista.

Burst through (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 07:34

4 identicon

Afsakið innilega, Rafn. Þekki þig ekkert og þú ert kannski að meina eitthvað vitrænt, jafnvel djúpviturt og merkilegt, með að því er virðist fyrirsjáanlegu og þröngsýnu tali þínu. Er bara að ímynda mér hver þú gætir verið og fá útrás fyrir gremju. Ómerkilegt og líklega ertu allt öðruvísi en ég ímyndaði mér.

Má ég samt biðja fólk að fara að bera virðingu fyrir EINSTAKLINGUM og þar með virðingu fyrir HEILDINNI, því raunverulegt eðli hennar er FJÖLBREYTILEIKI, já, hann býr þarna jafnvel enn hér í þessu sveitaþorpi undir þessum heilaþvegnu jarmandi flokkshundum til hægri og vinstri, sem ekkert ófyrirsjáanlegt, einlægt, hvað þá uppbyggilegt geta sagt, heldur skipta fólki sífellt í fylkingar, rétt eins og Hitler og Mussolini fíluðu.

Ég sagði til dæmis nei, þó ég borgi engan skatt á Íslandi, ætli aldrei að eiga þar heima meir og hafi verið búsettur erlendis í yfir 15 ár, afþví ég er á móti þjóðarskuldum sem princípi, og ég hugsaði með mér, sem rétt mun reynast, að þetta mál yrði gott fordæmi fyrir afnámi þeirra á Vesturlöndum (sjáið hvað er að gerast í ESB með allt "bail out"-ið) ...og þaðan myndu viss áhrif breiðast til annarra heimsálfna, og þar með hjálpa til við að stemma stigu gegn mesta böli mannkyns, þjóðarskuldum fátækra ríkja.

Ef þið haldið fólk stráfalli og börn deyji í þriðja heims ríkjum aðallega út af fátækt og sjúkdómum, þá farið þið villur vega. Kynnið ykkur Make Poverty History http://www.makepovertyhistory.org ef þið eruð virkilega það fáfræð að þekkja ekki sannleikann, svona sem fyrsta skref, og byrjið svo að lesa. Það eru einkum Evrópsk fyrrum nýlenduríki sem bera sök á böli mannkyns og dauða sakleysingja í dag. Þjóðarskuldirnar eru orsök fátæktarinnar og fátæktin fæðir af sér sjúkdómana. En það eru óréttlátar þjóðarskuldir sem Evrópuríkin eru að sliga þriðja heiminn með sem eru rótin að þessu öllu, og með þeim halda þessi ríki, sem í framtíðinni verða alræmdustu ríki heims, nú þegar sumar nýlendurnar eru að rísa og öðlast kraft og vald, eins og Indland, og munu heimta sitt til baka frá Evrópu, og ekki vera of góðir vinir þjófsnauta þeirra í ESB...sama hversu litlir og saklausir þeir þykjast vera!

Ég er einnig á móti ESB, afþví ég er fylgjandi einingu mannkynsins alls. Og ef ég væri þjóðernissinni, sem ég er ekki, væri ég það líka, því ég veit að þær þjóðir sem binda um of trúss sitt við Evrópu verður refsað með henni þegar kemur að skuldadögunum og herir hinna undirokuðu streyma inn. Og það kemur að því. Aðeins tímaspursmál. Það er leiðinlegt, það væri óskandi það væri komandi í veg fyrir það, en svo er ekki. Réttlætið mun streyma fram og ekkert fá stöðvað það. Sumar þjóðir Evrópu munu sleppa betur en aðrar, afþví þær hafa sýnt vissa yfirbót. Aðrar, eins og Frakkland og Þýskaland munu aldrei eiga sér raunverulegrar viðreisnar von. Skuldir þeirra eru of miklar og þær hafa skaðað mannkynið of mikið.

En þeir sem stökkva á þennan sökkvandi vagn á síðustu metrunum, á þá verður litið sem auðvirðilega tækifærissinna.

Evrópubandalagið er úreltur, falskur hvítra manna klúbbur, byggður á hjómi og blekkingum heims sem er horfinn.

Ekki láta blekkjast. Norðurslóðir eru auðugar af auðæfum og þær hafa það sem er gulli betra, ágætis mannorð meðal þjóða heims, ólíkt mestu ribböldum mannkyns þarna í Evrópu.

Réttlætið er á leiðinni og það mun stemma stigu bæði við glæpum Evrópu og reiði þriðja heimsins þegar hún blossar upp. Ekki vera röngu megin við strikið þegar það gerist. Þá verður það of seint.

Þeir sem vilja vita hvað Evrópsk stórfyrirtæki eru að gera enn í dag, horfi á Flow-for the love of water, á youtube, og kynni sér svívirðilega glæpi slíkra gegn mannkyninu, eins og fyrirtæki á vegum ESB sem vilja meina bláfátækum Afríkönum að drekka vatn nema borga fyrir það í vasa Evrópskra fyrirtækja. Þetta er ekki grín. Andi Hitlers er því miður enn á lífi og særingarmennirnir sem munu kveða hann niður ekki enn búnir að fullvinna sitt verk. Ef þið efist og haldið Evrópa sé ekki höfuðóvinur mannkynsins, og hafi alltaf verið það, horfið þá á þessa mynd. Útrýmum þessu skrýmsli og blekkingu: Evrópu og verum þess í stað bræður og systur öll, eitt mannkyn á einni jörð, í bræðralagi og friði.

Burst through (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 07:51

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ólafur Ragnar hlaut rúmlega 52% af greiddum atkvæðum, sem verður að teljast mjög góður árangur, þegar haft er í huga að mótframbjóðendur hans voru 5.

Hann hlaut hins vegar aðeins ríflega 35% atkvæða þeirra sem voru á kjörskrá.  Kjörsókn var um 70% sem getur ekki talist gott, en er þó ásáttanlegt, sérstaklega miðað við aðrar kosningar sem haldnar hafa verið undanfarin misseri.  Líklega er þó sú þátttaka aðeins vísbending um það sem koma skal, ég reikna með að við sjáum lægri þátttöku í næstu Alþingiskosningum, en oft hefur verið.

Ég hefði sjálfur verið meira en til í að skipta um forseta á Íslandi.  Hef aldrei verið fylgismaður Ólafs Ragnars.  En ég er ekki reiðubúinn til að skipta, nema ég telji að það sé eitthvað betra í boði, en það sem var fyrir.

Að mínu mati var það ekki í forsetakosningunum í ár.

Ég er þess næsta viss að "Sambandsaðild" yrði felld á Íslandi með öruggum meirihluta.  Allt bendir til þess.

Það er enda ekki tilviljun að aðlögunarviðræðurnar eru dregnar á langinn, samhliða því að herða á áróðursstarfsemi "Sambandsins" á Íslandi.  "Sambandið" veit að staðan er ekki góð, en telja hana ekki tapaða.

G. Tómas Gunnarsson, 15.12.2012 kl. 10:08

6 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég tel, að G.Tómas Gunnarsson hafi hitt naglann á höfuðið með athugasemdinni hér að ofan.

Kv.,KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 18.12.2012 kl. 06:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband