"Sambandið" tekur við keflinu af "útrásarvíkingunum" - æ sér gjöf til gjalda

Það eru ekki mörg ár síðan að varla var nokkur atburður á Íslandi sem ekki var "í boði","kostaður", eða haldin "í samvinnu eða samstarfi við", eitthvað af hinum margrómuðu "útrásarfyrirtækjum".

En nú eru Snorrabúðir útrásarvíkinganna stekkir.  En það eru auðvitað fleiri sem þurfa að ná athygli, vekja upp jákvæðar hugsanir í sinn garð og sýna fram á hvað þeir séu góðir fyrir Íslendinga og þjóðarhag.

Þetta er enda eitt af elstu "trixunum í bókinni", til að ná athygli og sýna sig í jákvæðu ljósi.  Þeir sem eru liðlegir með fé eru enda víðast hvar auðfúsugestir.

Ég hef áður sagt, og er enn sömu skoðunar, að það sé fyllilega óeðlilegt að erlent ríkjasamband starfræki áróðursskrifstofu á Íslandi.  Evrópusambandið á ekki að skipta sér af kosningabaráttu á Íslandi.

Ef kosið verður um hvort Íslendingar vilji ganga í "Sambandið", eða ef kosið verður um hvort Íslendingar vilji halda viðræðum við "Sambandið" áfram, er sú ákvörðun Íslendinga einna.  Það ætti kosningabaráttan að vera sömuleiðis.

Þegar Alþingiskosningar verða haldnar í vor, verður sömuleiðis tekist á um stefnu Íslands hvað varðar "Sambandsaðild".  

Það er vond tilhugsun, að samhliða kosningabaráttunni, sé erlent ríkjabandalag, með áróðursstarfsemi sem gagnast sumum flokkum og er í raun á móti stefnu annarra.

En auðvitað mun  ríkisstjórn Íslands ekkert aðhafast í því, því það styður við stefnu ríkisstjórnarflokkanna, hvað varðar "Sambandsaðild".


mbl.is Aukinn þungi í kynningu á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er með öllu óskiljanlegt að sama fólkið sem hrópaði Ísland úr Nato herinn burt. Fór í langar rútugöngur með sömu boðorð. Allt í nafni frelsis og óháðs Íslands, skuli nú vera algjörlega viti sínu fjær af ást á bandalagsófreskju sem örugglega mindi kæfa allt sem Íslenskt er. Við verðum 0. Hvað gengur að þessu fólki. Er þetta minnimáttarkennd og ótrú á eigin getu. Hvar sprettur þetta upp. Þetta sama fólk ætlaði að ganga frá Jóni Baldvin dauðum með vúdú hér um árið þegar EES var á dagskrá.

Einar S Benediktsson (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband