Hækkar þá matvælaverðið ef Ísland gengur í "Sambandið" Jóhanna?

Á vef forsætisráðuneytisins má finna merkilega tilkynningu.

Þar sendir forsætisráðherra tóninn til Ríkisútvarpsins (hvenær skyld því nafni verða breytt í Þjóðrarútvarpið?), vegna þess sem ráðuneytinu þykir misvísandi fréttaflutningur.  Undir það má taka. 

Í tilkynningunnii segir að Ísland sé ódýrast af Norðurlöndunum. 

Sagt er skýrum stöfum að það eigi að bera verð saman á svokölluðu jafnvirðisgengi sem er iðulega gert þegar lönd eru borin saman. Þá er tekið tillit til mismunandi kaupmáttar gjaldmiðilsins á hverjum stað.

Í þessum samanburði er sérstaklega tekið fram í skýrslunni að Ísland sé „ódýrast Norðurlandanna ásamt Finnum þegar kemur að matarkörfunni". Og sé litið til allrar vöru og þjónustu sem könnunin náði til er „Ísland ódýrast Norðurlandanna". Á þessar staðreyndir var ekki minnst einu orði í fréttinni.

Þetta er vissulega merkileg staðreynd og nokkuð á skjön við margt sem hefur mátt lesa í fjölmiðlum undanfarin misseri.

Sé þetta rétt, hlýtur annað hvort að vera, að matvæli séu almennt dýrari á Norðurlöndunum en Íslandi, eða hitt að kaup sé almennt hærra á Íslandi.

Hvort skyldi nú vera rétt?

Ekki hef ég trú á því að laun séu almennt lægri á Norðurlöndunum, alla vegna ekki miðað við frásagnir brottfluttra Íslendinga.  Þá hlýtur niðurstaðan eiginlega að vera sú að matarkarfan sé eitthvað ódýrari á Íslandi.

En getur það verið að matarkarfan sé ódýrari á Íslandi en í Evrópusambandslöndunum Danmörku og Svíþjóð?

Eitt er að stæra sig af því að matarkarfan á Íslandi sé ódýrari í tveimur af "Sambandslöndunum", annað er að fullyrða að matarverð lækki á Íslandi ef gengið er í það sama "Samband".  Hvað skyldi þurfa að leita lengi af frétt þar sem Jóhanna (og Samfylkingin) fullyrðir að matvæla lækki við inngöngu í "Sambandið"?

Einhvern veginn finnst mér þetta stangast örlítið á.

Það skyldi þó aldrei vera að matvælaverð myndi hækka á Íslandi, ef gengið er í "Sambandið"?  Myndi það ef til vill verða eins og í Danmörku og Svíþjóð?

P.S.  Matvælaverð í Evrópusambandinu er töluvert lægra en á Íslandi, þegar tekið er meðaltal af löndum þess.  Þegar reiknað er inn matvælaverð í löndum eins og Búlgaríu, Ungverjalandi og svo frv.  En auðvitað er mun eðlilegra að bera saman verð í nágrannalöndum Íslendinga, eins og Danmörku og Svíþjóð.  En eðlilega hentar það "Sambandssinnum" ekki jafn vel í áróðursskyni.

En ef til vill mun forsætisráðuneytið og flokkur forsætisráðherra breyta málflutningi sínum nú.  Mér þykir það þó ekki líklegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Erfiður línudans hjá jóku. Þarf bæði að grafa undan krónunni til að auka ahuga á Esb, en líka gorta sig af "árangrinum".......

GB (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 15:25

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Kerlingar ræfilinn Jóhanna er ekki lengur í sambandi við raunveruleikann og það þíðir ekki lengur að bera fram spurningu við hana..

Vilhjálmur Stefánsson, 13.12.2012 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband