Hvernig á að framleiða orku, hvað á að gera við hana?

Eitt af stærstu ágreiningsefnum á Íslandi, og reyndar víðar, hefur undanfarin ár verið orka.  Hvernig, eða hvort á að framleiða hana og ef á að framleiða hana, hvað á að gera við hana?

Fátt bendir til annars en að slíkur ágreiningur verði áfram til staðar um ókomin ár.

En stöðugt framboð af ódýrri orku skiptir gríðarlega miklu máli í nútíma samfélagi.  Lækkandi orkuverð hefur skipt sköpum fyrir Bandaríkin, aukið atvinnu þar og átti líkega stóran þátt í endurkjöri Obama.  Það að gasverð í Bandaríkjunum sé aðeins u.þ.b. 1/3 af verðinu í Evrópu gefur fyrirtækjum Vestanhafs gríðarlegt forskot og skiptir oft sköpum þegar fyrirtæki ákveða frekari eða framtíðar uppyggingu.

Það er vandséð að vindorka verði stór stoð í Íslenskri orkuöflun á næstunni.  Vindorkan hefur reynst of dýr og um hana hefur staðið styr víða um lönd.  Vegna verðs, vegna hávaða- og sjónmengunar og vegna dýraverndunar (aðallega fugla og leðurblaka).

En það þýðir ekki að full ástæða er til að gera rannsóknir á mguleikum vindmylla á Íslandi, þannig að hægt sé að hefjast handa ef hægt verður að framleiða rafmagn á samkeppnishæfu verði.  Ég held að ekki sé síst ástæða til að rannsaka framleiðslu rafmagns með smærri vindmyllum í þéttbýli.  Til dæmis á þökum háhýsa.

Allra best væri auðvitað ef hægt væri að byggja á og nota Íslenskt hugvit og tækni, sbr. þessa frétt.

En Íslendingar munu byggja orkubúskap sinn að lang mestu leyti á vatns og jarðhitaorku.  Um þá orkuöflun mun án efa standa styrr um ókomna framtíð.

Hvar á/má virkja?  Hvað á að gera við orkuna?  Eigum við að nýta hana fyrst og fremst innanlands, eða reyna að selja í gegnum jarðstreng?  Hvernig iðnað viljum Íslendingar sjá nýta orkuna innanlands? Og svo framvegis.

Að reikna með að rammaáætlun verði til lykta leidd á Alþingi á fáum dögum, svo að vel fari er auðvitað goðgá. 

En alvöru umræða fengi líklega fljótt á sig málþófsstimpilinn. En það er líka alls óvíst að hún skilaði nokurri niðurstöðu.

En ef aðeins atkvæðagreiðsla á að ráða, þá er ekki ólíklegt að skipt verði um stefnu á fjögurra ára fresti um ófyrirsjáanlega framtíð.

Það er þess vegna sem oft gefst vel að búa til málamiðlanir.


mbl.is „Virkjanir geta bætt umhverfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband