12.12.2012 | 09:41
Þjóðhagsstofnanir og stofur
Þegar menn velta fyrir sér nútíðinni, nú eða framtíðinni er oft gott að líta til fortíðar. Skoða söguna. Athuga hvort að þar megi finna einhverjar vísbendingar, fordæmi, varnaðarorð eða eitthvað annað sem má læra af.
Nú er mikið rætt um að koma þurfi á Þjóðhagsstofu á Íslandi og margir virðast fyllast tregafullum söknuði þegar talað er um Þjóðhagsstofnun.
Ef vil vill hefur þetta eitthvað með tískuorð að gera. Ég skrifaði í gær stuttan pistil um tískuorðið þjóðareign, en annað orð sem hefur notið vinsælda undanfarin ár, er orðið "stofa". Engin maður með mönnum talar lengur um stofnanir, né nokkur ráðherra með ráherrum kemur þeim á fót. Þeir tala og setja á laggirnar "stofur".
Það ætti því varla að geta klikkað þegar þessum tveimur orðum er skotið saman í heitið Þjóðhagstofa. Hagur í staðinn fyrir eign, en það eru í sjálfu sér ekki slæm skipti.
En ég rakst á ansi hreint góða upprifjun á niðurlagningarferli Þjóðhagsstofnunar þegar ég þvældist um netið í morgun.
Ég hvet alla til að lesa hana, nú þegar allir bíða spenntir eftir að Þjóðhagsstofu verði komið á laggirnar. Umfjöllunina má finna hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.