Tragikómískir þingmenn auka ekki á virðingu Alþingis

Það er sorglegt að horfa upp á kjörna fulltrúa Íslendinga haga sér líkt og Lúðvíkr Geirsson og Björn Valur Gíslason gerðu.

Um leið er ekki hægt annað en að finna til léttis vegna þess að líkur séu til að þeir séu báðir að hverfa af þingi. Ef til vill er þessi uppákoma eitthvað sem verður "bautasteinn" til merkis um þingsetu þeirra félaga.

Furðuleg framkoma þeirra, sem hefur sjálfsagt átt að að vera í senn sniðug og róttæk, verður ekkert annað í mínum huga en "tragikómísk".   "Tragikómísk" vegna þess að hún sýnir tvo fullurðna einstaklinga sem virðast ekki skyna eða skilja það umhverfi sem þeir vinna í og eru fastir í einhverri veröld sem fæstir skilja nema þeir sjálfir.

Framkoma eins og þeir félagar sýndu getur verið "spot on" og fyndin, en Alþingi er ekki rétti vettvangurinn fyrir hana.

En það er líka rétt að hafa í huga að Björn Valur og Lúðvík sitja á Alþingi í umboði kjósenda, þeir og flokkar þeirra nutu nægs stuðnings til að þeir félagar hlytu þingsæti.

En það er ólíklegt að sú seta verði framlengd í vor.  

En það væri óskandi að kosningarnar í vor, yrðu upphafið að því að vegur og virðing Alþingis fari vaxandi á ný.

 

 


mbl.is Þingmenn báðust afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband