30.11.2012 | 10:10
Euroið hefur misst 26% af verðgildi sínu á síðustu 5 árum
Fyrirsögnin á þessari færslu hljómar eflaust röng í eyrum margra Íslendinga. Þeir myndu eflaust flestir segja að euroið hafi ekki misst neitt af verðgildi sínu, heldur þvert a móti styrkst til muna á þessu tímabili. Það hafi stuðlað að hækkun á innfluttum vörum og gert Íslendingum erfiðara að ferðast til eurolanda.
En fyrir Kínverja er þessi fyrirsögn sannleikur. Euroið hefur mist u.þ.b. 26% af verðgildi sínu gagnvart renmimbi (eða alþýðudollar) þeirra Kínverja.
Það hefur lækkað verð í Kína á innfluttum vörum frá eurolöndum og gert það meira aðlaðandi fyrir Kínverska ferðamenn að ferðast til sömu landa. Fyrir mörg Kínversk fyrirtæki hefur þetta sömuleiðis gert fjárfestingar í eurolöndunum aðlaðandi.
En er þetta ekki slæmt fyrir íbúa eurolandanna?
Vissulega hefur þetta gert það að verkum að innfluttar Kínverskar vörur eru dýrari en ella. Það á við bæði núðlur og rafmagnstæki og allt þar á milli. Sömuleiðis er hlutfallslega dýrara fyrir íbúa eurolandanna að ferðast til Kína.
En þetta hefur hjálpað fyrirtækjum í eurolöndunum, bæði að standast samkeppni við innflutning frá Kína og til að flytja út vörur til Kína. Þannig hafa bæði orðið til ný störf og eldri varðveist. Ekki veitir af nú þegar atvinnuleysi í eurolöndunum er í kringum 11%, því nóg af störfum hafa vissulega tapast.
Það versta fyrir íbúa eurolandanna er að þessi hjálp sem veiking eurosins gagnvart renmimbinu er, dreifist misjafnlega á milli landanna. Velgengnin í Þýskum efnahag ætti í raun að þýða að gjaldmiðll Þýskalands hefði ekki átt að veikjast eða jafnvel styrkjast. En gjaldmiðill Grikklands hefði þurft að veikjast mun meira. Önnu eurolönd liggja svo þarna á milli.
Breytingin á gengi euros gagnvart nenmimbi er ekki óeðlileg þegar litið er til eurosvæðisins í heild og líklega myndu margir segja að euroið þyrfti að veikjast frekar. Uppgangur og hagvöxtur í Kína er enda með allt öðrum hætti en í eurolöndunum.
En efnahagur er líka að ólíkum hætti innan eurosvæðisins. En þar breytist gengið ekki, þar eru allir með euro. Þá þarf að grípa til annara ráða. Launalækkanir, uppsagnir, niðurskurður, neyðarlán, skerðingar og svo framvegis. Það þarf enda ekki að leita lengi að slíkum fréttum.
P.S. Ef ég man rétt er veiking Bandarísks dollarans gagnavart renmimbi, á þessu sama tímabili all nokkuð meiri en eurosins. Þar erum við að tala um nær 40% ef ég man rétt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Ferðalög, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:00 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú nenntir að fara rétt með gætirðu það. Þú bjargar þér þó aðeins með síðustu málsgrein.
Rétt væri fyrirsögnin þín "Evran hefur misst 10% af verðgildi sínu síðustu 5 árin"
Er þá miðað við gengi evru gagnvart viðskiptaveginni körfu gjaldmiðla.
Björn Friðgeir Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 10:37
@Björn. Ef þú hefðir nennt að lesa færsluna almennilega, hefðir þú líklega tekið eftir því að í henni kemru fram að fyrirsögnin er aðeins rétt frá sjónarhóli Kinverja og er talað um veikingu eurosins gagnvart hinum Kínverska gjaldmiðli, renimbi.
Eða eins og segir í færslunni: "En fyrir Kínverja er þessi fyrirsögn sannleikur. Euroið hefur mist u.þ.b. 26% af verðgildi sínu gagnvart renmimbi (eða alþýðudollar) þeirra Kínverja."
Línuritið sýnir síðan þá gengisþróun.
Fyrirsögnin er alls ekki rétt frá Íslenskum sjónarhóli, en það var einmitt markmiðið með færslunni að sýna fram á að gengi gjaldmiðla er verulega hreyfanlegt, sami gjaldmiðill fer upp og niður ef svo má að orði komast. En umfram allt endurspegla þeir hvað er að gerast í hagkerfi því sem gefur þá út.
Eurið kann því að vera að styrkjast gegn Íslenskri krónu en veikast gegn remimbinu. Það endurspeglar hvað er að gerast í efnahagslífinu hjá Íslendingum, Kínverjum og því samkrulli sem stendur að baki euroinu.
G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2012 kl. 11:28
Þú fyrirgefur ef gengdarlaus barningur þinn á evrunni, þ.m.t. vanhæfni þín til að nota íslenskt nafn hennar villti mér aðeins sýn.
Fyrirsögnin ein og sér er engu að síður röng almennt séð.
Síðan er rangt að "Það versta fyrir íbúa eurolandanna er að þessi hjálp sem veiking eurosins gagnvart renmimbinu er, dreifist misjafnlega á milli landanna." Það er alls ekki það versta fyrir "íbúa evrulandanna", heldur einungis hluta þeirra. Þessi dreifing kemur jú þjóðverjum illa, en aðrir græða á henni.
Öll myntsvæði eru of stór ef út í þetta er farið. Sem dæmi má nefna Reykjavík annars vegar og útgerðarbyggðir hinsvegar, og Norður-England annars vegar og London hins vegar.
Björn Friðgeir Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 13:29
Eflaust má deila um hvað "gengdarlaus barningur" er, og sjálfsagt er það í taugarnar á ykkur "Sambandssinnunum" að fjallað sé um euroið og eurolöndin hafa átt í undanfarin misseri og ár.
Hitt viðurkenni ég fúslega að fyrirsögnin er almennt séð röng, enda eins og áður sagði aðeins rétt frá Kinverskum sjónarhól.
En það breytir því ekki að það er jafn sjálfsagt að ræða það eins og hvað annað. Sjálfsagt fer "endalaus barningur" "Sambandssinna á krónunni ekki jafn mikið í taugarnar á þér.
Ég tala um euro, en ekki evru, rétt eins og ég tala um dollar en ekki dal. Reyndar kærir hinn Evrópski seðlabanki sig ekki um nema eina stafsetningu á euroinu. Það er því afar ólíklegt að það kæmi til að standa evra eða evrur á Íslenskum peningaseðlum ef svo illa færi að Ísland gengi í "Sambandið" og tæki upp euro. Sambandssinar geta svo sem reynt að telja sjálfum sér trú um að þeir fengu undanþágu frá því, en það tel ég afar ólíklegt.
En þú snýrð þessu við. Það er gott fyrir Þjóðverja að dreifingin er misjöfn. Þess vegna má segja að gjaldmiðill þeirra sé sígengisfelldur og þess vegna stendur útfutningur þeirra með ágætum og atvinnuleysi er með því minnsta sem þekkst hefur þar í áratugi.
Þess vegna úr margir farnir að tala um að jákvæð gjaldeyrisstaða Þjóðverja ógni heimsjafnvæginu.
Það eru hins vegar Grikkir, Spánverjar, Portúgalir ásamt öðrum löndum sem hafa farið hallloka vegna þess að Þjóðverjar gera það að verkum að þeirra mynt er alltof sterk fyrir efnahag landanna. Meira að segja Frakkar eru farnir að finna fyrir því.
Munurinn á myntsvæðunum sem þú nefnir, öfugt við eurolöndin er að þessi svæði hafa eina ríkisstjórn, eitt velferðarkerfi, eitt og sama skattkerfið o.s.frv. Millifærslur í slíkum ríkjum eru algengar og auðveldar, jafnvel svo að eftir þeim er ekki tekið.
Því er ekki að heilsa innan eurosvæðisins, enda gengur þeim illa að koma sér saman samræmdar aðgerðir sem virka. Annað sem skiptir líka miklu máli er hreyfanleiki vinnuafls, sem er mun meiri innan sama málsvæðis.
G. Tómas Gunnarsson, 30.11.2012 kl. 14:45
Bara ein leiðrétting. Ég er ekki "Sambandssinni". Ég get hæglegt séð fyrir mér að kjósa gegn samningi sem ekki er okkur nógu hagstæður (ef ég fæ að kjósa um samning, sem ykkur 'Hatursmönnum' er meinilla við að ég fái að gera)
Ég er hins vegar á þeirri skoðun að af nokkrum slæmum kostum sem okkur standa til boða í gjaldeyrismálum er evruaðild illskást. Og þá er ESB aðild eina leiðin þar inn og það er ekki gefið að ESB aðild sé svo slæm að evruaðild sé ekki þess virði. Og blint hatur á Evrópusambandinu er eitur í mínúm beinum. Ég er nefnilega af þeirri evrópsku kynslóð menntamanna sem finnst eðlilegt að geta litið á Evrópu sem mitt atvinnusvæði.
Ég veit þú býrð í Kanada, en þú veist vel þú ert einn um að nota 'euroið'. Og gerir það til niðrunar. Foj.
Björn Friðgeir Björnsson (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 08:26
Það er auðvitað fjarri lagi að ég hati Evrópu, ég hata ekki heldur Evrópusambandið. En þetta tvennt er fjarri lagi það sama.
Euroið reynist jaðarþjóðum "Sambandsins" ekki vel. Það er orðið ljóst. Ég leyfi mér að efast um að Íslendingum farnaðist mikið betur með euro í veskjunum. Það myndi ekki reynast Íslendingum auðvelt, ef atvinnuleysi ryki upp úr öllu valdi og stkórkostleg niðurskrúfun launa og almannatrygginga ætti sér stað, á meðan verðgildi fjármagns héldist að fullu.
Hvernig í ósköpunum færðu það út að það sé niðrandi að nota nafn myntarinnar og aðlaga það Íslenskum beygingarreglum?
G. Tómas Gunnarsson, 3.12.2012 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.