27.11.2012 | 10:36
Stórmerkilegar stofnfrumur
Ég er engin sérfræðingur í stofnfrumum, en hef þó lesið mér nokkuð til um þær. Ég heyrði fyrst talað um möguleika á notkun þeirra til lækninga fyrir u.þ.b. 9 árum. Þá vorum við hjónin að bíða eftir því að eignast okkar fyrsta barn.
Á sjúkrahúsinu sem við höfðum ákveðið að barnið kæmi í heiminn á, var okkur kynntur sá möguleiki a að frysta stofnfrumur úr naflastreng sem gætu komið barninu til góða síðar á lífsleiðinni.
Eftir að hafa leitað heimilda vítt og breytt um internetið og lesið okkur til um þá möguleika sem þetta gæti hugsanlega gefið, ákváðum við að notfæra okkur þessa þjónustu. Á síðan eru stofnfrumur úr syni okkar geymdar í frysti og þegar dóttir okkar kom í heiminn var pöntuð sama þjónusta.
Sumt af því sem þá var talað um sem framtíðarmöguleika hefur þegar orðið að veruleika og enn fleiri gæti orðið það innan skamms, eftir því sem mér er sagt.
Enn sem komið er hafa börnin ekki þurft á stofnfrumunum sínum að halda og auðvitað vona ég að til þess komi aldrei. Þær voru auðvitað fyrst og fremst hugsaðar sem baktrygging, en rétt eins og með aðrar tryggingar er vonast eftir því að á þær reyni aldrei.
En það er óskandi að Íslendingar, sem og heimurinn allur skoði og noti þessa tækni fordómalaust og taki henni fagnandi. Þegar kemur að stofnfrumum getur verið, rétt eins varðar margar aðrar tækniframfarir siðferðisspurningar sem þarf að takast á við.
En stofnfrumulækningar geta bætt líf margra og bjargað annara. Það er því sjálfsagt að nota og þróa þessa tækni og horfa fram á við.
Sjálfur kem ég ekki til með að eiga kost á því að sjá umrædda heimildamynd, en fagna því að hún skuli hafa verið gerð og þessi tækni verði kynnt almenningi með þessum hætti.
Stofnfrumur á mannamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.