Enn einu sinni er það versta afstaðið, eða hvað?

Ef Grikkland hefði fengið 1. billjón euro, í hvert skipti sem eurokrísan hefur "verið leyst", eða það versta hefur verið talið afstaðið, væru þeir líklega í þolanlegum málum í dag. Alla vegna um hríð.

En því miður er ekki hægt að taka undir það með Rajoy að það versta sé afstaðið.  Mun líklegra er að það versta sé enn ókomið.

Það er enda fátt sem bendir til þess að eurokrísan sé að leysast.  Lækkun á lánshæfismati Frakklands er ein af vísbendingunum um hið gagnstæða.  Það hefur líklega komið fáum á óvart, en er eigi að síður nokkuð högg fyrir Frakka og eurosvæðið í heild.  Það var enda nóg til þess að fresta þurfti skuldabréfaútboði Björgunarsjóðs eurolandanna EFSF (European Financial Stability Facility). Tryggingnarnar á bakvið sjóðinn breytast vegna falls lánshæfis Frakklands og því nauðsynlegt að slá útboðinu á frest.

AAA lanshaefi frakka

Frakkland hefur eins og ýmis önnur euroríki glutrað niður samkeppnishæfni sínu á mörgum sviðum.  Það ásamt viðvarandi hallarekstri hins opinbera er eitthvað sem landið virðist hafa neitað að horfast í augu við, og neitar þvi að nokkru marki enn.

En lánhæfisfall Frakklands er langt í frá einu slæmu fréttirnar þessar vikurnar.

Grikkland er ekki að rétta úr kútnum, þarf lengri tíma og aukið fé.  Líkurnar á því að euroríkin þurfi að afskrifa hluta af skuldum þess aukast dag frá degi.  Það þýðir að stöndugri ríkin horfast í augu við að tapa fé.  Það er einmitt það sem margir stjórnmálamenn hafa lofað kjóendum sínum að myndi aldrei gerast.  Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að stæra sig af því að lönd þeirra högnuðust af lánveitingum sínum til ríkja eins og Grikklands, Portugal og Írlands.

Í þeim löndum þar sem stutt er til kosninga er þetta sérstaklega viðkvæmt mál.

Þannig fjölgar þeim löndum sem eiga í vandræðum á eurosvæðinu, Grikkland, Írland, Portúgal, Ítalía, Spánn, Kýpur, Slóvenia, það hriktir í hjá Frakklandi og mikill samdráttur á sér stað í Hollandi.

Mötmæli og verkföll eru að verða næstum daglegt brauð í "Suðurríkjum" "Sambandssins". Atvinnuleysi er enn að aukast og atvinnuleysi ungs fólk er í slíkum hæðum að það er einfaldlega ógnvænlegt.  Sífellt fleiri eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og missa jafnvel um leið sjúkratryggingar.

Það er því líklegra að eurokrísan eigi eftir að geysa all nokkur ár til viðbótar.  Margir hafa talað um 5 til 10 erfið ár til viðbótar og slíkt hljómar nokkuð líklega, en stórt vafamál verður að teljast að eurosvæðið komi óbreytt út úr kreppunni.

Ofan á vandræði euroríkjanna bætist síðan vaxandi þungi í Bretlandi um að landið segi sig úr Evrópusambandinu.  Það myndi gjörbreyta "Sambandinu" og ekki til hins betra.  Slíkt myndi án efa verða til að styrkja stjórnlyndisöflin innan "Sambandsins".

"Á kantinum" stenda síðan Íslensku stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir og veifa heilbrigðisvottorðinu sem Össur fullyrðir að Íslendingar séu að gefa "Sambandinu".

Það er auðvitað með eindæmum að aðlögunarviðræður skuli vera meginviðfangsefni Íslenskra stjórnmála, þegar litið til til ástandsins, hvort sem er á Íslandi eða innan "Sambandsins".

Það er óskandi að Íslenskir kjósendur láti vilja sinn í þessu máli skýrt í ljós í kosningunum næsta vor og hafni "Sambandsflokkunum".  Það er löngu orðið tímabært að stöðva aðlögunarviðræðurnar og leyfa kjósendum að greiða atkvæði um hvort þær skuli teknar upp að nýju.

Það er tilvalið að gera það samhliða Alþingiskosningum næsta vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Á að draga Ísland inn í þetta?

http://www.dr.dk/tv/se/horisont/horisont-29#!/

Sigurður Þórðarson, 21.11.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband