Slök þátttaka, en eitt og annað sem kemur á óvart.

Líkt og í þeim prófkjörum sem hafa verið haldin undanfarið er þátttakan í flokksvali Samfylkingarinnar slök. Einhverja hluta vegna tekst flokkunum og frambjóðendum ekki að vekja áhuga og laða fólk til að greiða atkvæði í prófkjörum.

Slíkt hlýtur að vera þeim nokkuð áhyggjuefni.

En í Reykjavíkurprófkjöri Samfylkingarinnar kom mér það nokkuð á óvart hve litlu munaði að Össur Skarphéðinsson næði ekki fyrsta sætinu.

Ef til vill á það sér að hluta til skýringar í þeim kærumálum sem settu svip sinn á prófkjörið.  Slík mál geta ekki talist gott veganesti inn í kosningabaráttuna og gætu skemmt ávinning Sigríðar Ingibjargar af annars ágætum prófkjörssigri.

Annað sem vekur athygli er að Mörður Árnason er býsna langt frá því að ná þeim árangri sem hann stefndi að og gæti orðið tvísýnt um þingsæti hjá honum, reyndar eins og oft áður.

En það er ekki að hægt að segja að mikil endurnýjun verði á listum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum, innkoma Bjarkar Vilhelmsdóttur er þó undantekning þar á.  Því má segja að ánægja Samfylkingarfólks með þingmenn sína sé býsna mikil, sem aftur er í andstöðu við það fylgi og traust sem ríkistjórn og flokkurinn virðist njóta hjá almenningi í skoðanakönnunum.

Hvernig slík uppröðun eigi eftir að skila flokknum verulega auknu fylgi er vandséð.

Þegar litið er yfri úrslitin í prófkjörinu, og velt er fyrir sér hugsanlegum þingmannafjölda Samfylkingarinnar, er að ég hygg enginn undrandi yfir ákvörðun Róberts Marshalls um að hætta við framboð á þessum vettvangi og reyna frekar fyrir sér á vegum Bjartrar framtíðar.  Það er erfitt að ímynda sér að hann hefði haft erindi sem erfiði í þessum slag.

 

 


mbl.is Össur í 1. sæti, Sigríður í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband