Björt Framtíð fyrir Árna Pál?

Ég hef oftar en einu sinni bloggað hér um að mér þyki Björt framtíð eins og óþarft bergmál eða ljósrit af Samfylkingunni.  Eins og gengur eru menn misánægðir með það sem ég skrifa og lítið út á það að setja.  Ýmsir haf bent mér á að slíkur málflutningur sé ekki til sóma og eingöngu "íhalds" eða "Sjáflstæðisáróður".

Ég hef yfirleitt svarað því til að mér þyki erfitt að greina á milli.  Stefnumálin séu svipuð, þeir frambjóðendur sem ég viti að ætla fram fyrir Bjarta framtíð séu ótrúlega keimlíkir frambjóðendum sem Samfylkingin hafi teflt fram í gegnum tíðina og svo að Björt framtíð geti ekki hugsað sér betri ríkistjórn en þá sem nú situr - undir forystu Samfylkingarinnar.  Ja, nema ef einum eða tveimur ráðherrum Samfylkingar Bjartrar framtíðar yrði bætt við.

En nú nýverið fór fram prófkjör Samfylkingarinnar í "Kraganum".  Þar vann Árni Páll Árnason góðarn sigur og styrkti stöðu sína í baráttunni um formannssæti Samfylkingar verulega.

Í fjölmiðlum hefur mátt lesa um harðsnúna sveit sem Árni hefur skipað í kringum sig og þykir hafa gefist vel.

Þar á meðal hafa fréttir hermt að Gaukur Úlfarsson hafi starfað að miklum dugnaði fyrir Árna Pál.  Ekki þekki ég Gauk neitt, en man þó eftir að hafa heyrt um hann talað sem stjórnarmann í Bjartri framtíð og svo sömuleiðis sem eina aðalhugmyndasprautuna á bakvið Besta flokkinn.

Persónulega trúi ég ekki á tilviljanir í pólítík.

Hér má lesa um stjórnarmenn í Bjartri framtíð.

Hér er frétt DV um prófkjörið í "Kraganum"

Hér er svo frétt á Visi.is um sama prófkjör.

Hér er svo viðtal við Gauk sem birt var fyrir all nokkru á Visi.is

 

Auðvitað er öllum frjálst að starfa með hverjum sem þeir kjósa og jafnvel þvert á flokka.  Ef til vill er þetta eins og stundum er í "boltanum", að sami einstaklingurinn spilar stundum með A-liðinu og stundum með B-liðinu.

Ef til vill eru það á víðar en á milli manns, hest og hunds, sem hangir leyniþráður, reyndar hefur oft ekki verið talinn neinn skortur á þeim þráðum í pólítíkinni.

Ef til vill er Gaukur genginn í Samfylkinguna án þess að ég hafi hugmynd um það.  Það þarf ekki að vera einstefna í slíkum málum.

En ég sé ekki ástæðu til að draga í land með að mér þyki Björt framtíð eins og óþarft bergmál af Samfylkingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband