12.11.2012 | 15:59
Prófkjör sem veldur vonbrigðum
Ég hefði kosið að sjá öðruvísi uppröðum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, en það er ekkert áhyggjuefni. Það endurspeglar eingöngu misjafnar skoðanir og áherslur sem finna má á meðal þeirra sem kjósa í prókjörinu. Og ákörðunin er þeirra sem kjósa í prófkjörinu, en ekki hinna (eins og mín) sem ekki gera það.
En ég held samt sem áður að listinn sé þokkalega sterkur, sterkir einstaklingar og býsna víð skírskotun. Vissulega hefði verið æskilegt að sjá Bjarna Benediktsson fá betri kosingu en raun bar vitni, en sé tekið mið af aðstæðum er hún vel ásáttanleg og jafnvel ríflega það.
Það sem veldur mér hins vegar mestum vonbrigðum við þetta prófkjör er hin dræma þátttaka. Þá er ég ekki að tala um hlutfall þeirra sem voru á kjörskrá sem mættu (það hlutfall er afleitt), heldur hitt hve í raun fáir kjósa í prófkjörinu.
Flestir þeir sem hafa starfað í stjórnmálaflokkum vita að félagaskrár þeirra eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, ef þær eru ekki vísvitandi rangar á stundum. Þess vegna segir hlutfall kjósenda af þeim sem eru á kjörskrá ekki mikla sögu.
Hitt er miklu verra ef þeim fer fækkandi sem nenna að hafa fyrir því að kjósa í prófkjörum, það bendir til áhugaleysis, ef til vill ekki bara á þeim frambjóðendum sem úr er að velja, heldur á stjórnmálum yfirleitt. Það er slæm þróun.
Það að þátttaka hafi verið dræm í prófkjörum Samfylkingar sömuleiðis, kann að vera Sjálfstæðismönnum nokkur léttir, en ætti að auka áhyggjur allra þeirra sem starfa í og hafa áhuga á stjórnmálum.
Bjarni með 54% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.