27.10.2012 | 09:32
Verðandi stjórnarskrárbrot?
Nú eru margir farnir að velta því fyrir sér hvað tillögur að nýrri stjórnarskrá hafi í för með sér ef þau yrðu samþykkt óbreytt, eins og sumir krefjast. Margar greinar tillagnanna þykja "rúmar" ef svo má að orði komast og finnst mörgum að þær geti kallað á mismunandi túlkanir.
Hvernig skyldi t.d. sú frétt sem þessi færsla er hengd við ríma við 23. grein tillagna stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá?
23. gr.
Heilbrigðisþjónusta.
Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.
Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.
Mér kæmi það ekki á óvart þó að skiptar skoðanir væru á því hvort að það stæðist að leggja mismunandi fjárhagslegan kostnað á eftir aldri og hvort að hið opinbera yrði ekki að bjóða öllum slíka bólusetningu á jafnréttisgrundvelli.
Eitt af því sem getur gjaldfellt stjórnarkrár, er ef þær bjóða heim hættunni á því að sífellt komi fram fullyrðingar um stjórnarskrárbrot, þannig að það hætti að þykja merkilegt ef svo má að orði komast.
Að stjórnarskrá fjalli "vítt" um réttindi einstaklinga til "teygjanlegra" hugtaka er ákaflega varasamt.
Ókeypis fyrir 12 ára en dýrt fyrir aðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.