17.10.2012 | 16:51
Verðugur friðarverðlaunahafi
Ég hygg að nefnd sú sem veitir Friðarverðlaun Nóbels þurfi ekki að leita lengra en til Malala Yourafzai til að finna verðugan verðlaunahafa.
Það kann ef til vill ekki að virðast að Malala sé verðug þess mikla heiðurs að hljóta Friðarverðlaun Nóbels, alla vegna ekki við fyrstu sýn.
En barátta hennar fyrir menntun til handa sér og stallsystrum hennar er merkilegt framtak og mun stuðla að friði og framförum, ekki í dag, ekki á morgun, en í framtíðinni sem skiptir ekki minna máli en dagurinn í dag.
Aukin menntun og aukin tækifæri til að njóta menntunar, bæði fyrir stúlkur og drengi, er mikilvægur grundvöllur framfara og eykur möguleika friðar og velmegunar.
Þess vegna er áríðandi að baráttufólk, eins og Malala, njóti stuðnings og viðurkenningar. Vissulega vekja aðgerðir þeirra og barátta upp obeldi og óeirðir, jafnvel með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
En það má ekki draga úr stuðningi við réttindabaráttu þeirra og stuðning við mannréttindi og mál og skoðanafrelsi. Við megum ekki falla í þá gryfju að kaupa friðinn með því að fórna tjáningarfrelsi eða hverfa frá stuðning við baráttu einstaklinga eins og Malölu.
Friður sem keyptur er með þögn eða undanlátssemi, er falskur friður og gjarna skammlífur.
Því endurtek ég uppástungu mína að Malala Yoursfzai verði næsti friðarverðlaunahafi Nóbels.
Þóttust vera fjölskylda Malölu Yousafzai | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.