9.10.2012 | 08:58
En orðstýr deyr aldregi...
Það hefur stundum verið sagt að ekkert sé eins varanlegt og tímabundnir skattar. Þeir hafa tilhneygingu til þess að endast lengi, ef ekki að eilífu.
Sjálfsagt eru skiptar skoðanir um aukaskattlagningu á raforku og víst er að margir í "vilta vinstrinu" fagna neyslusköttum sem þessum, sérstaklega álagningu á stóriðjufyrirtæki. Sjálfsagt væri í þeim hópi mikill fögnuður ef eitthvað af stóriðjufyrirtækjunum ákvæði að loka og yfirgefa landið.
Mér finnst það líka alltaf nokkuð merkilegt þegar ráðamenn tala um gríðarlegan hagnað fyrirækja af gengissigi krónunnar. Það er engu líkara en þeir telji gengi krónunnar sem var 2007 eða svo, vera hið eina rétta. Þá hafi gengið verið í jafnvægi og allt þar umfram sé nokkurs konar "hvalreki" útflutningsfyrirtækja.
Það virðast býsna margir vera búnir að gleyma í hve miklum vandræðum mörg útflutningsfyrirtæki og samkeppnisiðnaður áttu í vegna sterks gengis.
Þess utan er reyndar útlitið langt frá því að vera bjart hjá málm og námufyrirtækjum þessa mánuðina og þeim spáð erfiðleikum og samdrætti á næstu mánuðum og árum. En hvað varðar Íslenskri ríkisstjórn um slíkt.
Það versta varðandi þennan skatt er þó líklega að ekki virðist vera hægt að treysta því sem Íslenskir ráðamenn segja og semja um. Ef samið er um tímbundnar álögur jafnframt því sem samið er um fyrirframgreiðslu á tekjuskatti og öðrum opinberum gjöldum, er það óneitanlega verulega ómerkileg framganga að ganga á bak slíkum gjörningi.
Slík framganga sendir þau skilaboð til umheimsins, að á Íslandi sé ekki hægt að ganga að neinu vísu í samskiptum við stjórnvöld. Skattar hækki eftir góðþóttaákvörðunum ríkisstjórnar og samningar og viðræður skipti engu máli. Ríkisstjórn brjóti samkomulag sem náðst hafi, eftir eigin hentugleika.
Svo talar ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar um nauðsyn á aukningu erlendrar fjárfestingar.
Orðstýr deyr aldregi, en þegar talað er um þessa ríkisstjórn verður eitthvað annað en "þeim er sér góðan getur", að fylgja á eftir.
Raforkuskattur áfram til 2018 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það standa nokkur rök til þess að gengið sé heldur lægra nú en væri í normalástandi. Ef jafn mikið er keypt og selt af krónum t.d. ef inn og útflutningur væri í jafnvægi og fjármagnsflutningar líka, þá mætti ætla að gengið næði einhverskonar jafnvægi. Vinnustund meðal Jónsins á Íslandi yrði þá væntanlega verðlögð eitthvað svipað og í nágrannalöndum.
Ástandið er bara ekki í jafnvægi vegna ofboðslegs þrýstings á krónuna út af afborgunum og vöxtum af erlendum skuldum. Lágt gengi þýðir meiri kostnað almennings af innfluttningi, verri lífskjör hvað það varðar, en um leið betri samkeppnisstöðu útfluttnings og tryggari atvinnu - minna atvinnuleysi.
Hvert þetta jafnvægisgengi er, veit kanski enginn en áreiðanlega eigum við Íslendingar fólk sem telur sig geta reiknað það ;-) Ekki væri óeðlilegt að skattleggja þá sem hafa sérstakan hag af hinu lága gengi (a.m.k. tímabundið ?????) og nota peninginn til að létta undir með hinum sem búa við þyngri byrðar vegna dýrari innflutnings, t.d. Landspítalinn.
Hitt er aftur rétt að á meðan krónan var í sínum fáránlegu hæðum þá máttu útgerð og ferðaiðnaðurinn éta það sem úti fraus. Einhvern tíma þurfa fyrirtæki í þeim geira til að jafna sig á óreiðunni þeirri.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 14:37
ps. Ég er samt alveg gáttaður á því hve þrátt fyrir þetta lága gengi, maður má ekki eyða nema fáum tímum í að gera við gamla háþrýstidælu til að frekar borgi sig að kaupa nýja fyrir slikk ;-) Kanski hefur það eitthvað með það að gera hve Kínverjar verðleggja sína vinnustund ofboðslega lágt og merkilegt að í framhaldi af því virðast þeir vera að sigra heiminn!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 14:42
Ég er sammála því að það má færa rök fyrir því að gengið ætti að vera örlítið sterkara. En þó ekki. Það verður að taka það með í dæmið að nú er 'reikningurinn' fyrir of sterka gengið að leggjast ofan á það sem ákveður gengi "dagsins í dag".
Skuldirnar elta Íslendinga uppi, þó að vissulega hafi hluti af þeim "gufað upp".
Það sem er alvarlegast í þessum skattaleik, er að samningar standa ekki. Ríkisstjórnin gengur á bak orða sinna. Til lengri tíma litið er það hættulegur leikur.
En því miður er framganga ríkisstjórnarinnar ansi oft eins og "engin sé morgundagurinn". Það verður enda líklega tilfellið hvað hana varðar.
Það er hins vegar alvarlegt mál að hún skuli æ og sí vinna varanlegt tjón með aðgerðum sínum, oftopa og flumbrugangi.
G. Tómas Gunnarsson, 9.10.2012 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.