18.2.2007 | 01:45
Hálfkveðnar "vísur"
Hún er bæði ógnvænleg og spaugileg nýjasta færsla Össurar Skarphéðinssonar á blogg hans.
Færslan endar á orðunum:
" og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt."
Þetta er látið hanga í lausu lofti, en spurningin sem hlýtur að vakna er sú:
Hvað ætla Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir að "gera bönkunum" ef þau komast í stól fjármálaráðherra?
Persónulega finnst mér Jóhanna og Össur skulda Íslendingum og kjósendum skýringu á þessu. Og í framhaldi af því skuldar Samfylkingin auðvitað kjósendum yfirlýsingu um það hvort það komi yfirleitt til greina að gera Össur eða Jóhönnu að fjármálaráðherra.
Svör óskast.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti | Breytt s.d. kl. 01:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.