Knúið áfram af offorsi, ofstopa og hefnigirni

Auðvitað hefur það vakið furðu víða um heim hvernig staðið var að saksókn á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi.

En það er þó ekki stílbrot við stjórnunarstíl núverandi ríkisstjórnar.  Þar ríkir offorsið, ofstopinn og yfirgangurinn.  Þeir sem ekki taka undir og sætta sig við vinnubrögð og ákvarðanir ríkisstjórnarinnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, eru umsvifalaust stimplaðir sem öfgamenn, óeirðaseggir, "villikettir" eða þaðan af verra.

Hér má sjá hvernig atkvæði féllu í atkvæðagreiðslunni um hverja skyldi leiða fyrir Landsdóm.  Það er ekki úr vegi að hafa það í huga, nú þegar styttist í kosningar.

Nýjasta dæmið um hvernig stjórnað skal með yfirgangi og offorsi, sést svo í samskiptum stjórnarþingmanna við Ríkisendurskoðun.

 

 


mbl.is Málið gegn Geir misheppnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband