Ofstopi og offors

Það kann að vera að ekki séu allir sáttir við vinnubrögð Ríkisendurskoðunar. Það kann að eiga sér eðlilegar skýringar, eður ei.  Auðvitað er Ríkisendurskoðun ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir.  Auðvitað er full ástæða til að fara yfir ferilinn hvað varðar skýrslu um Fjárhags og mannauðskerfi ríkisins.

En þessi aðferð er ekki líkleg til að skila tilætluðum árangri.  En þetta er þó aðferð sem virðist í miklum metum hjá ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar.

Ef ófriður er í boði, þá er sú leið valinn.

Nauðsynlegt er að sýna stuðningsmönnum sínum óvinina.  Þannig má þétta raðirnar og fylkja liði.

Ofstopi og offors eru stjórntækin.

Þeir sem ekki beygja sig undir þessar aðferðir, eru sakaðir um að sýna engan sáttavilja, vera öfgamenn eða að gagnvart þeim hafi orðið trúnaðbrestur, eða þeim beri að "íhuga stöðu sína".

Það er ekki undarlegt að virðing Alþingis hafi látið á sjá.


mbl.is Ekkert samráð við forsætisnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband