Sparnaður og yfirdráttur = Hagvöxtur?

Hagvöxtur á Íslandi hefur valdið vonbrigðum, þó að hann hafi verið betri en víðast hvar um Evrópu.  En það er þó vissulega jákvætt að Íslendingar búi við hagvöxt, þó að hann þyrfti vissulega að vera meiri.

En það er líka þarft að velta því fyrir sér hvað býr til hagvöxtinn.

Eins og kemur fram í þeirri frétt sem þessi færsla er tengd við hafa Íslendingar verið duglegir við að taka út séreignarsparnað sinn og líklega er það ekki eini sparnaðurinn sem hefur verið gengið á.  Íslendingar hafa tekið út u.þ.b. 75 milljarða af séreignarsparnarði sínum, og eins og ég sagði áður er líklegt að sömuleiðis hafi verið gengið á annan sparnað.

Við bætist svo að yfirdráttarlán hafa aukist hröðum skrefum síðan þau náðu lágmarki árið 2009.  Má segja að yfirdráttarlán séu orðin svo gott sem jafn mikil og þau voru árið 2008.

Síðan 2009 hafa yfirdráttarlán aukist um ríflega 30 milljarða.

Hagvöxturinn byggir sem sé að miklu leyti á því að Íslendingar éti upp sparnað sinn og steypi sér í skuldir.   

Það eyðist sem af er tekið, gildir auðvitað líka um sparnað og lántökur hafa einnig sín takmörk.  Þess vegna "raunverulegur, sjálfsbær" hagvöxtur að koma til sögunnar á Íslandi.

Líklega gerist það ekki fyrr en búið verður að skipta um ríkisstjórn.

 


mbl.is Margir hafa sótt um að taka út sparnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband