Erna á Alþingi?

Ég held að Erna Indriðadóttir eigi fullt erindi á Alþingi. Hvort að Samfylkingin í Norðaustri veiti henni brautargengi er annað mál. Perónulega mun ég aldrei kjósa Samfylkinguna, en ég held að "Fylkingin" eigi ekki kost á betri einstakling í annað sætið en Ernu. Ég efast reyndar um að völ sé á betri einstaklingi á listann, en það er önnur saga.

Eins og áður sagði kem ég ekki til með að greiða Samfylkingunni atkvæði mitt, og greiði ekki atkvæði í Norðaustri, en það kemur ekki í veg fyrir að ég vonast til að mannval á Alþingi verði betra en nú er og þar gæti Erna vissulega lagt sitt mál á vogarskálina.

Því er rétt að vona að Samfylkingafólk í Norðaustrinu veiti Ernu brautargengi og atkvæði sitt.  Án efa munu ýmsir þeir er tilheyra "vilta vinstrinu" í Samfylkingunni setja fyrir sig störf Ernu fyrir stóriðjufyrirtæki, en ég held að það væri "Fylkingunni" til heilla að reyna að hrista slik sjónarmið af sér.

P.S.  Það eru engin tengsl á milli mín og Ernu Indriðadóttur og alls engin tengsl á milli mín og Samfylkingarinnar og ólíklegt að svo verði.

Í fyrndinni var Erna þó yfirmaður minn þegar ég starfaði hjá Ríkisútvarpinu á Norðurlandi.  Hún var góður yfirmaður og af henni lærði ég margt.

Það er ef til vill nokkuð merkileg tilviljun að Erna er annar fyrrverandi yfirmaður minn sem sækist eftir sæti á lista stjórnmálaflokks fyrir þessar kosningar. Ég hef og get mælt með þeim báðum.  Nú bíð ég eftir öllum hinum.


mbl.is Stefnir á 2. sætið í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Kæri Tómas, En hvað með þig sjálfan? Ef nokkur á erindi á þing og í ríkisstjórn, þá ert það þú. Veit að margir eru mér sammála.

Björn Emilsson, 30.9.2012 kl. 20:26

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég er auðvitað búinn að fyljast með og starfa í pólítík nógu lengi til að vita að í þessu tilfelli á ég að þakka hlý orð í minn garð, en lengra nær það ekki.

Ég á ekki erindi við Íslendinga, né á Alþingi.  Af mér er eins og oft er sagt meira framboð en eftirspurn.

Hitt er svo að ég hef ekki búið á Íslandi í að verða 10 ár, en það breytir því ekki að ég hef eilífan áhuga á Íslandi og Íslenskum stjórnmálum.  Hér blogga ég svo til að festa skoðanir mínar og hugrenningar í orð og halda við Íslenskukunnáttunni.  Reyni að halda því við að hugsa alltaf eitthvað á Íslensku á hverjum degi.

G. Tómas Gunnarsson, 30.9.2012 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband