Fyrirsögn fréttar og meginmál

Ég rakst á eftirfarandi frétt á síðu Ríkisútvarpsins.  Ég skora á alla að lesa fréttina og reyna svo að dæm  sjálfir, hvort að frétt og fyrirsögn fari saman.

Það er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hvað Ríkisútvarpinu gangi til með slíkum fréttaflutningu.  Það fyrsta sem kemur upp í hugann hjá mér, er þjónkun við ríkisstjórnina, en best er að hver dæmi fyrir sig.

Yfirlýsingar Huangs til heimabrúks

 
Yfirlýsingar Huangs Nubos um að leigusamningar vegna Grímsstaða á Fjöllum verði undirritaðir á næstu vikum hafa vakið mikla athygli í kínverskum fjölmiðlum.

Erfitt er að meta hvað Huang gengur til í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa margítrekað að samningar séu ekki í sjónmáli, segir Halldór Berg, fréttaritari RÚV í Peking. Kínverskir miðlar hafa fjallað ítarlega um málið um helgina. 

Halldór segir óljóst hvað fyrir Huang Núbo vaki. „Þetta er hins vegar stórt veðmál hjá honum ef þetta gengur ekki upp vegna þess að þetta var birt í hundruðum fjölmiðla hérna. Og það voru nokkrir punktar sem voru eiginlega í öllum fjölmiðlum sem voru eins, varðandi að skrifað yrði undir um miðjan nóvember, þetta yrðu sex milljón dollarar og þetta yrði 99 ára samningur“ segir Halldór. 

Hann telur hugsanlegt að um einhvers konar misskilning sé að ræða hjá Huang varðandi samningsundirrituna eða að íslensk stjórnvöld telji ótímabært að upplýsa að hún sé á næsta leiti. 

Þriðji kosturinn er sá að þetta hafi bara verið fyrir Kínverja. Á fimmtudaginn hafi verið stór fundur um málið í fyrirtækinu en Huang Nubo sé kannski ekki síst að spila þar leik. 

Í öllu falli segir Halldór ljóst að áhugi Kínverja á málinu sé afar mikill. Fréttaflutningur af jarðakaupum Huangs Nubos hafi verið áberandi í kínverskum fjölmiðlum og allir fjölmiðlar hafi birt fréttir af væntanlegri undirritun samninga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband